Erlent

Arf­taki Nasrallah sagður drepinn í á­rás Ísraela

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásirnar í kvöld beindust að úthverfi í suðurhluta Beirút.
Árásirnar í kvöld beindust að úthverfi í suðurhluta Beirút. gett

Hachem Safieddine, sem búist var við að tæki við sem leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna, er sagður hafa fallið í eldflaugaáraás í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanon. 

Frá þessu er meðal annars greint í ísraelskum miðlum og haft eftir heimildarmönnum innan ísraelska hersins. 

Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian hafa Hezbollah-samtökin ekki tjáð sig um árásina sem var framkvæmd fyrr í kvöld.  Saffieddine, sem hefur verið einn háttsettra innan Hezbollah, var sagður sá líklegasti til að taka við sem leiðtogi samtakanna, eftir að Hassan Nasrallah þáverandi leiðtogi var drepinn í loftflaugaárás í síðustu viku. 

Samkvæmt fréttaveitum var árásin í kvöld af svipuðum meiði og sú sem varð Nasrallah að bana, þar sem mörgum eldflaugum var skotið á sama tíma á umrætt hverfi í suðurhluta Beirút. 

Líbönsk yfirvöld segja að 37 manns hið minnsta hafi látið lífið í loftárásum Ísraela síðastliðinn sólarhring. 


Tengdar fréttir

Vita um tvo Íslendinga í Líbanon

Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tvo íslenska ríkisborgara í Líbanon. Annar þeirra hefur óskað eftir aðstoð Borgaraþjónustu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×