Schmeichel var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem hann var spurður út í handboltalegar markvörslur sínar. Daninn byrjaði þá að tala um handboltamarkverði sem hann hefur miklar mætur á.
„Ég elska að horfa á markverðina. Bestu markverðina í heiminum. Þetta er list. Sá sem er að skjóta er svo nálægt og þeir geta gert hvað sem er með höndinni, sett boltann hvert sem er í markinu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Schmeichel með stjörnur í augunum.
„Markvörðurinn okkar er nýhættur, gaur sem heitir Niklas Landin. Hann er tveir metrar á hæð en getur tekið annan fótinn og sett hann í höfuðhæð á sekúndubroti. Þetta er stórkostlegt. Þeir eru ekki aðeins góðir, þeir eru hugrakkasta fólk sem ég hef séð á ævinni.“
Love this tribute to Niklas Landin by Peter Schmeichel pic.twitter.com/kc5D9agXkF
— Patrick Kendrick (@patrickendrick) October 3, 2024
Landin hætti í landsliðinu eftir Ólympíuleikana þar sem sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar. Hann vann allt sem hægt var að vinna á landsliðsferlinum. Landin leikur núna með Álaborg í heimalandinu eftir að hafa verið lengi í Þýskalandi.