Leikurinn var gríðarlega jafn frá fyrstu mínútu og sigurinn gat fallið báðum megin. Á endanum voru það heimamenn í Bonn sem reyndust sterkari aðilinn.
Martin skoraði 16 stig í liði gestanna en aðeins Trevion Williams skoraði fleiri stig fyrir Berlínarliðið í dag. Þá gaf Martin 8 stoðsendingar ásamt því að taka eitt frákast.
Alba Berlín hefur farið illa af stað á tímabilinu og aðeins unnið einn af þremur leikjum sínum til þessa.