Menning

Bein út­sending: Hver hlýtur bók­mennta­verð­laun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 11.
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 11. Vísir/Getty

Sænska akademían tilkynnir í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.

Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 11 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.

Norska leikskáldið Jon Fosse hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels á síðasta ári. Í rökstuðningi akademíunnar sagði að Fosse hlyti verðlaunin fyrir „frumleg leikrit sín og prósum sem veita hinu ósegjanlegu rödd.“

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2024

  • Mánudagur 7. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 8. október: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 9. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 10. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 11. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 14. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×