Katrín ekki með slitið krossband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. október 2024 17:45 Katrín í leikslok. Vísir/Diego Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin. Katrín var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á ferlinum en hún varð Íslandsmeistari árið 2012 með Þór/KA og svo Stjörnunni fjórum árum síðar, 2016. Katrín gat þó ekki fagnað titli helgarinnar á hefðbundinn hátt þar sem hún sat á sjúkrabörum. Það leit út fyrir að Katrín hefði slitið krossband en í dag fékk þessi öflugi framherji staðfest að svo er ekki. „Sem betur fer, en það er einhver grunur um að hnéskelin hafi farið úr lið,“ sagði Katrín í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag, mánudag. „Ég fékk einhverjar myndir sendar eftir leikinn og þá sést að fóturinn var í svaka snúningi, í stöðu sem ég vissi ekki að hann gæti farið í,“ sagði Katrín einnig. Hún tók einnig fram að hún væri farin að stíga í fótinn og það styttist í að hún fengi að vita nákvæmlega hvers eðlis meiðslin voru. Þó sigurtilfinningin hafi haft betur gegn sársaukanum í leikslok þá sá Katrín sér ekki fært að vera með allt lokahóf Breiðabliks sem fór fram á laugardagskvöld. „Kíkti aðeins á þær rétt til að segja hæ en fór svo bara heim,“ sagði Katrín í viðtalinu sem finna má í heild sinni á Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Katrín var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á ferlinum en hún varð Íslandsmeistari árið 2012 með Þór/KA og svo Stjörnunni fjórum árum síðar, 2016. Katrín gat þó ekki fagnað titli helgarinnar á hefðbundinn hátt þar sem hún sat á sjúkrabörum. Það leit út fyrir að Katrín hefði slitið krossband en í dag fékk þessi öflugi framherji staðfest að svo er ekki. „Sem betur fer, en það er einhver grunur um að hnéskelin hafi farið úr lið,“ sagði Katrín í viðtali við Fótbolti.net fyrr í dag, mánudag. „Ég fékk einhverjar myndir sendar eftir leikinn og þá sést að fóturinn var í svaka snúningi, í stöðu sem ég vissi ekki að hann gæti farið í,“ sagði Katrín einnig. Hún tók einnig fram að hún væri farin að stíga í fótinn og það styttist í að hún fengi að vita nákvæmlega hvers eðlis meiðslin voru. Þó sigurtilfinningin hafi haft betur gegn sársaukanum í leikslok þá sá Katrín sér ekki fært að vera með allt lokahóf Breiðabliks sem fór fram á laugardagskvöld. „Kíkti aðeins á þær rétt til að segja hæ en fór svo bara heim,“ sagði Katrín í viðtalinu sem finna má í heild sinni á Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira