Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:14 Konungshjónin virtust skemmta sér í heimsókn sinni í Jónshúsið. Vísir/Elín Margrét Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. „Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
„Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða.
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01