Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við fyrrverandi flugfreyjur. Þær byrjuðu sumar að fljúga á fjörkum og sexum á árunum í kringum 1960. Loftleiðafreyjurnar kalla sig Átturnar eftir DC 8-þotunum en Flugfélagsfreyjurnar kalla sinn klúbb Sexurnar eftir DC 6-vélunum.
Þessi sjötti þáttur Flugþjóðarinnar nefnist Fólkið í fluginu. Þar rýnum við í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur.
Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: