Innlent

Snjó­þekja á Hellis­heiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Kömbunum undir kvöld.
Frá Kömbunum undir kvöld. Vísir/Magnús Hlynur

Vetur konungur virðist kominn á suðvesturhornið og lét hann fyrst sjá sig á Hellisheiðinni í dag. Þá hefur snjóað í fjöll við höfuðborgarsvæðið undir kvöld.

Ef marka má veg Vegagerðarinnar, Umferðin.is, er Hellisheiðin eini staðurinn á landinu, að hálendinu undanskildu, þar sem finna má svo mikinn snjó á vegum. Snjóað hefur þó eitthvað um norðanvert landið.

Á vef Veðurstofunnar segir að von sé á snjókomu á fjallvegum um tíma undir kvöld og fram á nótt. Þá segir að á morgun stefni í dálitla él norðan- og austanlands og stöku skúrum eða slydduél suðvestan og vestantil síðdegis annað kvöld.

Hiti verði víða allt að sex stig en annars vægt frost.

Á fimmtudaginn er svo spá 8-15 m/s norðan og norðaustan og snjókomu eða slyddu víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×