Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Arnar Skúli Atlason skrifar 8. október 2024 19:03 Stjarnan átti töluvert betri leik í síðustu umferð. Stjarnan mætti full sjálfstrausts eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í fyrstu umferð en liðið steinlág fyrir nýliðum deildarinnar. 103-77 tap varð niðurstaðan gegn Tindastóli, sem vann sinn fyrsta sigur í efstu deild. Tindastóll byrjaði töluvert betur í kvöld og komst í 16-2 á meðan Stjarnan var enn að hitna eftir ferðalagið norður, en Berglind Katla Hlynsdóttir og Bára Björk Óladóttir skutu Stjörnuna inn í leikinn og skoruðu seinustu 8 stig fjórðungsins og var staðan eftir hann 20-14. Stjarnan byrjaði annan leikhluta af krafti og náðu muninum niður í 6 stig, Edyta Ewa Falenzcyk var í stuði hjá Tindastól og skoraði af vild í fjórðungum og var kominn með 21 stig í hálfleik, Kolbrún María Ármannsdóttir var öflug og setti 11 stig í fjórðungnum fyrir Stjörnuna. Bæði lið áttu frábæra spretti og lítið var um varnir, en Tindastóll voru með 8 stiga forystu þegar liðinn gengu til búningsherbergja 47-39. Það var eitt lið sem kom til leiks í seinni hálfleik og það var lið Tindastóls, þær gjörsamlega keyrðu yfir lið Stjörnunnar í upphafi seinni halfleiks. Edyta Ewa fékk sína fjórðu villu í upphafi fjórðungsins og Randi Brown og Oumoul Sarr tóku yfir leikinn fyrir leik Tindastóls og voru gjörsamlega frábærar og skoruðu að vild en Kolbrún María Ármannsdóttir og Diljá Ögn Lárusdóttir reyndu að halda Stjörnunni inní leiknum en þær áttu ekki erindi sem erfiði, Tindastóll leiddi fyrir seinasta fjórðunginn 81-60. Sama var upp á teningnum í fjórða leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og Stjarnan gat ekki stoppað þannig að Tindastóll skoraði bara að vild á móti þeim og fóru að lokum með öruggan sigur að hólmi 103-77 og fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild kvenna í körfubolta staðreynd. Atvik leiksins Var þegar Randi Brown leikmaður Tindastóll braut af sér og fékk tæknivillu á sig í kjölfarið og sína fjórðu villu, hún skoraði svo næstu 5 stig Tindastóls og vann þetta tilbaka. Stjörnur og skúrkar Randi Brown, Edyta Ewa og Oumoul Sarr voru gríðarlega öflugar í liði Tindastóls í kvöld, skoruðu af vild og gerðu Stjörnunni erfitt fyrir allt kvöldið á báðum endum vallarins. Paula Rojas stjórnaði leiknum vel fyrir þær og svo fengu þær frábæra varnarvinnu frá öðrum leikmönnum. Hjá Stjörnunni voru Dilja Ögn og Kolbrún María mjög öflugar í liði Stjörnunnar sóknarlega og voru að reyna allan leikinn. Denia Davis-Stewart og Maria Magdalena Kolyandrova vilja sennilega gleyma þessum leik og var framlagið ekkert frá þeim í dag, einnig fær allt Stjörnu liðið skammir fyrir lélega vítanýtingu en hún var 54%. Stemning og umgjörð Gaman að sjá hvað margir mættu í kvöld og gerðu sér leið á völlinn, vonandi helst þessi mæting og bætist við fólk í Síkinu, Gréttismenn mættu og voru með læti og það var allt upp á tíu í Síkinu í kvöld. Dómarar [5] Voru dæmdar svakalega margar villur í kvöld, leikurinn var ekki í miklu flæði og stundum var flautað mjög seint, þannig við getum ekki gefið hærri einkunn í dag. Viðtöl „Við þurfum að finna leið til að mótivera liðið betur heldur en þetta” Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Rosalega dapurt á alla kanta maður, guð minn góður, þetta var dapurt,“ sagði Ólafur eftir leik. „Þú getur haldið áfram að telja, það var einhvern veginn allt off í dag, við vorum búin að fara yfir það að mæta í Síkið, það yrðu læti og stemning og ætluðum að nýta okkur það til góðs, það var enginn fókus í kvöld, það er bara dapurt hjá okkur, alveg glatað, við þurfum að finna leið til að mótivera liðið betur heldur en þetta, við byrjum herfilega í Keflavík og hérna líka sem er ekki nógu gott og við þurfum að laga það.” Dómararnir flautuðu mikið og dæmdu margar villur en Ólafi fannst það ekki skrítið miðað við hvernig hans lið spilaði vörnina. „Það var flautað mikið í kvöld, við svo sem áttum það örugglega skilið, við vorum á hælunum í allan dag, það löbbuðu allir framhjá okkur. Ef við spilum svona vörn verður þetta helvíti erfitt, það verður fróðlegt að fara yfir þennan leik allavega og skoða varnarmistökin okkar, þetta verður langur video fundur eftir þetta,“ sagði Ólafur hundsvekktur eftir framlagið hjá sínum konum í kvöld. “Vissum að við þyrftum að taka á móti þeim og sigra baráttuna” Randi Brown, leikmaður Tindastóls, var ánægð eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægð að við unnum og að við unnum við eins og lið, ég er mjög ánægð með liðsfélaga mína án þeirra hefði þetta ekki tekist, allt taldi fráköst, varnarvinnan, þjálfararnir og leikmenn sem spiluðu ekki og hvöttu okkur áfram. Þetta var liðsheildin sem vann leikinn.“ Randi hrósaði liði Stjörnunnar en leikplanið hjá Tindastól var gott í kvöld. “Stjarnan er gott lið og ungt lið og spila af krafti við vissum að við þyrftum að taka á móti þeim og sigra baráttuna, körfubolti er leikur áhlaupa, það var tímabil sem þær fóru á sitt áhlaup þá þurfti við að berjast til að taka yfir aftur og spila betri vörn og ná áttum og þegar við gerðum allt rétt á varnarhelming fór sóknin að rúlla aftur í sitt flæði.” Randi bætti við að vera ánægð með að koma aftur til Íslands og sagði það vera besta landið sem hún hafi spilað á og gæti ekki verið ánægðari. Bónus-deild kvenna Stjarnan Tindastóll
Stjarnan mætti full sjálfstrausts eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í fyrstu umferð en liðið steinlág fyrir nýliðum deildarinnar. 103-77 tap varð niðurstaðan gegn Tindastóli, sem vann sinn fyrsta sigur í efstu deild. Tindastóll byrjaði töluvert betur í kvöld og komst í 16-2 á meðan Stjarnan var enn að hitna eftir ferðalagið norður, en Berglind Katla Hlynsdóttir og Bára Björk Óladóttir skutu Stjörnuna inn í leikinn og skoruðu seinustu 8 stig fjórðungsins og var staðan eftir hann 20-14. Stjarnan byrjaði annan leikhluta af krafti og náðu muninum niður í 6 stig, Edyta Ewa Falenzcyk var í stuði hjá Tindastól og skoraði af vild í fjórðungum og var kominn með 21 stig í hálfleik, Kolbrún María Ármannsdóttir var öflug og setti 11 stig í fjórðungnum fyrir Stjörnuna. Bæði lið áttu frábæra spretti og lítið var um varnir, en Tindastóll voru með 8 stiga forystu þegar liðinn gengu til búningsherbergja 47-39. Það var eitt lið sem kom til leiks í seinni hálfleik og það var lið Tindastóls, þær gjörsamlega keyrðu yfir lið Stjörnunnar í upphafi seinni halfleiks. Edyta Ewa fékk sína fjórðu villu í upphafi fjórðungsins og Randi Brown og Oumoul Sarr tóku yfir leikinn fyrir leik Tindastóls og voru gjörsamlega frábærar og skoruðu að vild en Kolbrún María Ármannsdóttir og Diljá Ögn Lárusdóttir reyndu að halda Stjörnunni inní leiknum en þær áttu ekki erindi sem erfiði, Tindastóll leiddi fyrir seinasta fjórðunginn 81-60. Sama var upp á teningnum í fjórða leikhluta, Tindastóll skrefi á undan og Stjarnan gat ekki stoppað þannig að Tindastóll skoraði bara að vild á móti þeim og fóru að lokum með öruggan sigur að hólmi 103-77 og fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild kvenna í körfubolta staðreynd. Atvik leiksins Var þegar Randi Brown leikmaður Tindastóll braut af sér og fékk tæknivillu á sig í kjölfarið og sína fjórðu villu, hún skoraði svo næstu 5 stig Tindastóls og vann þetta tilbaka. Stjörnur og skúrkar Randi Brown, Edyta Ewa og Oumoul Sarr voru gríðarlega öflugar í liði Tindastóls í kvöld, skoruðu af vild og gerðu Stjörnunni erfitt fyrir allt kvöldið á báðum endum vallarins. Paula Rojas stjórnaði leiknum vel fyrir þær og svo fengu þær frábæra varnarvinnu frá öðrum leikmönnum. Hjá Stjörnunni voru Dilja Ögn og Kolbrún María mjög öflugar í liði Stjörnunnar sóknarlega og voru að reyna allan leikinn. Denia Davis-Stewart og Maria Magdalena Kolyandrova vilja sennilega gleyma þessum leik og var framlagið ekkert frá þeim í dag, einnig fær allt Stjörnu liðið skammir fyrir lélega vítanýtingu en hún var 54%. Stemning og umgjörð Gaman að sjá hvað margir mættu í kvöld og gerðu sér leið á völlinn, vonandi helst þessi mæting og bætist við fólk í Síkinu, Gréttismenn mættu og voru með læti og það var allt upp á tíu í Síkinu í kvöld. Dómarar [5] Voru dæmdar svakalega margar villur í kvöld, leikurinn var ekki í miklu flæði og stundum var flautað mjög seint, þannig við getum ekki gefið hærri einkunn í dag. Viðtöl „Við þurfum að finna leið til að mótivera liðið betur heldur en þetta” Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Rosalega dapurt á alla kanta maður, guð minn góður, þetta var dapurt,“ sagði Ólafur eftir leik. „Þú getur haldið áfram að telja, það var einhvern veginn allt off í dag, við vorum búin að fara yfir það að mæta í Síkið, það yrðu læti og stemning og ætluðum að nýta okkur það til góðs, það var enginn fókus í kvöld, það er bara dapurt hjá okkur, alveg glatað, við þurfum að finna leið til að mótivera liðið betur heldur en þetta, við byrjum herfilega í Keflavík og hérna líka sem er ekki nógu gott og við þurfum að laga það.” Dómararnir flautuðu mikið og dæmdu margar villur en Ólafi fannst það ekki skrítið miðað við hvernig hans lið spilaði vörnina. „Það var flautað mikið í kvöld, við svo sem áttum það örugglega skilið, við vorum á hælunum í allan dag, það löbbuðu allir framhjá okkur. Ef við spilum svona vörn verður þetta helvíti erfitt, það verður fróðlegt að fara yfir þennan leik allavega og skoða varnarmistökin okkar, þetta verður langur video fundur eftir þetta,“ sagði Ólafur hundsvekktur eftir framlagið hjá sínum konum í kvöld. “Vissum að við þyrftum að taka á móti þeim og sigra baráttuna” Randi Brown, leikmaður Tindastóls, var ánægð eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög ánægð að við unnum og að við unnum við eins og lið, ég er mjög ánægð með liðsfélaga mína án þeirra hefði þetta ekki tekist, allt taldi fráköst, varnarvinnan, þjálfararnir og leikmenn sem spiluðu ekki og hvöttu okkur áfram. Þetta var liðsheildin sem vann leikinn.“ Randi hrósaði liði Stjörnunnar en leikplanið hjá Tindastól var gott í kvöld. “Stjarnan er gott lið og ungt lið og spila af krafti við vissum að við þyrftum að taka á móti þeim og sigra baráttuna, körfubolti er leikur áhlaupa, það var tímabil sem þær fóru á sitt áhlaup þá þurfti við að berjast til að taka yfir aftur og spila betri vörn og ná áttum og þegar við gerðum allt rétt á varnarhelming fór sóknin að rúlla aftur í sitt flæði.” Randi bætti við að vera ánægð með að koma aftur til Íslands og sagði það vera besta landið sem hún hafi spilað á og gæti ekki verið ánægðari.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti