Einn var fluttur á sjúkrahús með stunguáverka en ekki er vitað um líðan hans. Tveir voru handteknir og er rannsókn málsins sögð miða vel.
Lögregla var einnig kölluð til vegna líkamsárásar í umdæminu Austurbær/Miðbær/Vesturbær/Seltjarnarnes. Á leið á vettvang bárust lögreglu upplýsingar um að árásarmaðurinn hefði tekið bifreið þolandans og stungið af.
Viðkomandi var stöðvaður í umferðinni skömmu síðar og handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum og ýmis önnur brot.
Lögregla sinnti einnig útkalli vegna manns með hníf í sama umdæmi. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.
Einn var stöðvaður í umferðinni grunaður um akstur undir áhrifum. Reyndi hann að sleppa en var yfirbugaður og er málið í rannsókn.