Innherji

Krónan styrkist þegar ríkis­bréfin komust á radarinn hjá er­lendum sjóðum

Hörður Ægisson skrifar
Með fimmtíu punkta vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í liðnum mánuði jókst skammtímavaxtamunur Íslands við útlönd enn frekar, en áður höfðu aðrir stærstu seðlabankar heimsins hafið sitt vaxtalækkunarferli.
Með fimmtíu punkta vaxtalækkun Seðlabanka Bandaríkjanna í liðnum mánuði jókst skammtímavaxtamunur Íslands við útlönd enn frekar, en áður höfðu aðrir stærstu seðlabankar heimsins hafið sitt vaxtalækkunarferli. VÍSIR/VILHELM

Eftir að hafa styrkst um meira en þrjú prósent á örfáum vikum er gengi krónunnar núna nálægt sínu hæsta gildi á móti evrunni á þessu ári. Krónan veiktist nokkuð skarpt í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, en nú hefur sú þróun snúist við samhliða því að erlendir sjóðir hafa verið að sýna íslenskum ríkisbréfum aukinn áhuga, að sögn sérfræðinga á markaði.


Tengdar fréttir

Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkis­bréf ef vaxta­munurinn „þrengist ekki“

Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.

Dvínandi á­hugi er­lendra sjóða á ís­lenskum ríkis­bréfum þrátt fyrir háa vexti

Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.

Krónan gefur eftir þegar fjár­festar fóru að vinda ofan af fram­virkum stöðum

Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×