Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2024 21:03 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG segja ekkert til í kenningum Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna lýsti því yfir um helgina að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kallaði eftir þingkosningum í vor, en ekki haust þegar kjörtímabilið klárarst. Þingflokksformaður Framsóknar hefur tekið undir þetta. Þingmaður Samfylkingar varpaði fram kenningu í gær hvað það er sem veldur að ríkisstjórnin ætli að tóra út kjörtímabilið: „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar í umræðu um störf þingsins í gær. Myndu tapa tugum milljóna Í lögum er kveðið á um árlega úthlutun úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. VG fékk úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári og imiðast fjárhæðin við 12,6 prósenta fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5 til 4 prósenta fylgi og fengi þannig tæpar 25 milljónir ef gengið yrði til kosninga í dag. Mest fær Sjálfstæðisflokkurinn - 158 milljónir - og Framsókn 115 milljónir. Ljóst er að framlögin myndu lækka töluvert ef litið er á núverandi fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup með 14 prósenta fylgi og fengi 87 milljónir. Framsókn mælist nú með sex prósenta fylgi og fengi 37 milljónir. „Til að svara þessari spurningunni og þessum ásökunum eða samsæriskenningu öllu heldur, þá hafna ég henni alfarið. Ég get fullyrt að það hefur aldrei verið rætt á þennan hátt innan Sjálfstæðisflokksins,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. „Þessi umræða sýnir fram á hversu vond þessi ríkisvæðing stjórnmálaflokka er. Framlög til stjórnmálaflokka hafa margfaldast og þetta sýnir að er ekki mjög farsæl þróun. Við í Sjálfstæðisflokknum erum á móti þessu, Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram frumvarp þar sem þessir styrkir eru lækkaðir.“ „Augljóst“ hvað haldi ríkisstjórninni saman Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG vísar orðum Jóhanns Páls alfarið á bug. „Það gerði minn formaður, nýkjörinn, í öðru fjölmiðlaviðtali fyrir einhverju síðan. Ég er algjörlega sammála henni. Þetta finnst mér algjörlega fáránleg röksemdafærsla.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði í Morgunblaðið í morgun að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi stjórnarsamstarf við VG. „Ég er alla jafna sammála mínum góða vini Óla Birni, hann er einhvers konar samviska í flokknum. Ég held að við séum sammála um að þetta snýst um: Náum við hér að klára mál eða ekki?“ segir Hildur. „Skrif Óla Björns Kárasonar félaga míns koma mér ekkert á óvart. Þetta er sami tónn og ég hef lesið eftir hann á undanförnum misserum,“ segir Orri. Hvað er það sem heldur ríkisstjórninni saman? „Það er alveg augljóst finnst mér og af svörum forystumanna flokkanna. Það eru ærin verkefni fram undan. Hér er stjórnarsáttmáli í gangi. Hér er þingmálaskrá. Hér eru verkefni sem blasa við öllum í samfélaginu sem lúta að því að ráða niðurlögum vaxta og verðbólgu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05 Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. 9. október 2024 12:05
Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. 8. október 2024 15:59
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20