Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2024 08:01 Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ofbeldi barna Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun