„Við þurfum að taka okkar sénsa“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 10:01 Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira