„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 08:02 Jóhann Berg í baráttunni gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í síðasta landsleikjaglugga Vísir/Hulda Margrét „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Jóhann Berg þekkir til Craig Bellamy, núverandi landsliðsþjálfara Wales, frá fyrri tíð en sá var aðstoðarþjálfari Burnley á árunum 2022 til 2024 á þeim tíma sem Jóhann var leikmaður félagsins. Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur stýrt því fyrstu tveimur leikjum liðsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Bellamy á að baki ansi áhugaverðan feril sem leikmaður. Feril sem teygir sig til félagsliða á borð við Manchester City, Liverpool og Newcastle United. Sem leikmaður lét hann ekki vaða yfir sig, var óhræddur við að láta menn heyra það. Algjör harðhaus. Eitthvað sem einkenndi hann líka sem þjálfari að sögn Jóhanns Bergs. „Já hann gat alveg verið það en líka auðmjúkur. Frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta. Ég átti tvö mjög góð ár með honum þó svo að seinna árið hafi verið töluvert erfiðara en það fyrra. Við áttum fullt af góðum stundum saman. Ég get ekkert annað en jákvæða hluti sagt um Craig Bellamy. Hann hefur bara haft tvo leiki og nokkrar æfingar. Það er erfitt að koma sínum stíl á framfæri á svona stuttum tíma. Það eru þó ákveðnir hlutir í leiknum sem maður getur séð og veit hvernig hann vill spila. Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu og séð hvernig þetta allt þróast. En þetta er auðvitað bara fótboltaleikur og allt getur gerst inn á vellinum.“ Hvernig leik býstu við á móti Wales? „Bara vonandi spennandi og skemmtilegum leik. Við vitum að þetta velska lið vill spila fótbolta. Það er alveg klárt. Við þurfum að leiða þá í einhverjar gildrur. Reyna að vinna boltann hátt á vellinum. Sækja svolítið á það en um leið vera óhræddir við að halda í boltann. Þetta verður vonandi bara spennandi og jafn leikur.“ Aðeins eitt stig skilur að Wales og Ísland í öðru og þriðja sæti riðilsins. Wales með stigi meira en Ísland eftir fyrstu tvær umferðir riðilsins. Nú taka við tveir heimaleikir hjá okkar mönnum. Stórt tækifæri. Erum við á þeim stað að geta gert kröfu um sex stig úr þessum tveimur komandi heimaleikjum okkar? „Já fólk má svo sem alveg gera kröfu á það ef það vill. Við förum bara inn í hvern einasta leik til að ná í þrjú stig. Reyna algjörlega að gera okkar besta og sigra alla leiki. Sérstaklega á heimavelli. Við viljum auðvitað að Laugardalsvöllurinn verði völlur sem lið vilji ekki koma á. Það var staðan hérna áður og fyrr. Mér finnst þetta vera að þróast í þá átt aftur. Vonandi sjáum við sem flesta á Laugardalsvellinum og gerum hann að því vígi sem hann var.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var í gær eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins, má sjá hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira