Handbolti

Topp­liðið tapaði og Aftur­elding fór á toppinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Ísak Logi Einarsson skoraði níu mörk í kvöld
Ísak Logi Einarsson skoraði níu mörk í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Stjarnan vann góðan 30-29 sigur á toppliði Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 30-29. Á sama tíma lagði Afturelding öruggan 32-24 sigur á HK og tylla sér því á topp deildarinnar í bili.

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sækir á vörnina. Fimm mörk frá honum í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz

Leikur Stjörnunnar og Gróttu var jafn og spennandi en heimamenn náðu upp þriggja marka forskoti, 28-25, þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Grótta náði að minnka muninn í eitt mark á ný en Stjarnan hélt út og sigldi sigrinum heim og situr nú í 6. - 7. sæti með sex stig.

Tandri Már Konráðsson fær óblíðar móttökur frá varnarmönnum GróttuVísir/Pawel Cieslikiewicz

Markahæstur Stjörnumanna var Ísak Logi Einarsson með níu mörk og Tandri Már Konráðsson kom næstur með átta. Hjá Gróttu var það Sæþór Atlason sem var markahæstur með sex mörk.

Sigurður Dan Óskarsson varði 14 skot í marki StjörnunnarVísir/Pawel Cieslikiewicz

Í Kórnum tóku heimamenn á móti Aftureldingu þar sem gestirnir stungu af í lokin. Staðan var 18-19 eftir rúmar 40 mínútur en lokatölur urðu 24-32. Birgir Steinn Jónsson var markahæstur gestanna með átta mörk en Sigurður Jefferson Guarino og Júlíus Flosason skoruðu fimm mörk hvor fyrir HK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×