Körfubolti

Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley

Siggeir Ævarsson skrifar
Pat Riley hefur verið með Miami Heat í næstum 30 ár
Pat Riley hefur verið með Miami Heat í næstum 30 ár Vísir/AP

NBA lið Miami Heat hefur ákveðið að heiðra Pat Riley fyrir störf sín fyrir félagið með því að nefna völlinn í Kaseya Center eftir honum en Riley hefur verið hjá Heat síðan 1995.

Riley tók við þjálfun liðsins árið 1995 og stýrði liðinu samtals í ellefu tímabil með hléum. Undir hans stjórn varð liðið NBA meistari árið 2006 en alls vann liðið 454 fjóra leiki undir hans stjórn á þessum árum og tapaði 395.

Hann hætti svo að þjálfa og skipti endanlega um stól árið 2008 og hefur síðan þá verið forseti liðsins og framkvæmdastjóri, með smá tilbrigðum við stef. Liðið landaði tveimur titlum enn eftir það eftir að LeBron James gekk til liðs við Heat og alls komist sjö sinnum í úrslit deildarinnar síðan Riley kom til starfa.

Nafn Riley verður grafið í gólfið á vellinum og verður formlega afhjúpað þann 23. október á fyrsta heimaleik Miami Heat þetta tímabilið, þegar liðið tekur á móti Orlando Magic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×