Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2024 10:31 Leikmenn Grikklands tileinkuðu George Baldock sigurinn á Englandi. Eftir leikinn á Wembley stilltu þeir sér upp með treyju hans. getty/Crystal Pix Leikmenn gríska fótboltalandsliðsins vildu ekki spila leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni vegna fráfalls Georges Baldock. Hann fannst látinn á heimili sínu í Aþenu á miðvikudaginn, aðeins 31 árs. Baldock lék tólf leiki fyrir gríska landsliðið en hann gat spilað með því þar sem amma hans var frá landinu. Hann var síðast í landsliðinu í umspilsleiknum gegn Georgíu í mars. Fráfall Baldocks fékk eðlilega mikið á leikmenn gríska liðsins og þeir voru ekkert áfjáðir í að spila leikinn á Wembley í gær. En þeir gerðu það og unnu frækinn sigur, 1-2. Vangelis Pavlidis skoraði sigurmark Grikklands í uppbótartíma. „Reglur eru reglur og UEFA hefur ekki annað tækifæri til að láta leikinn fara fram svo við spiluðum,“ sagði miðjumaðurinn Dimitrios Pelkas. „Við tileinkum George sigurinn. Þegar svona lagað gerist er fótboltinn í öðru sæti. Það mikilvægasta er að vinur okkar féll frá. Við gleymum honum aldrei. Ég var viss um að hann var með okkur þarna uppi og fagnaði sigrinum og hvatti okkur áfram. En ég vil ekki tala um fótbolta. Gærdagurinn [miðvikudagurinn] var mjög erfiður fyrir okkur. Við gátum ekki talað, hlegið eða borðað á hótelinu. Þetta var virkilega erfiður dagur.“ Grikkir hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Baldock lék tólf leiki fyrir gríska landsliðið en hann gat spilað með því þar sem amma hans var frá landinu. Hann var síðast í landsliðinu í umspilsleiknum gegn Georgíu í mars. Fráfall Baldocks fékk eðlilega mikið á leikmenn gríska liðsins og þeir voru ekkert áfjáðir í að spila leikinn á Wembley í gær. En þeir gerðu það og unnu frækinn sigur, 1-2. Vangelis Pavlidis skoraði sigurmark Grikklands í uppbótartíma. „Reglur eru reglur og UEFA hefur ekki annað tækifæri til að láta leikinn fara fram svo við spiluðum,“ sagði miðjumaðurinn Dimitrios Pelkas. „Við tileinkum George sigurinn. Þegar svona lagað gerist er fótboltinn í öðru sæti. Það mikilvægasta er að vinur okkar féll frá. Við gleymum honum aldrei. Ég var viss um að hann var með okkur þarna uppi og fagnaði sigrinum og hvatti okkur áfram. En ég vil ekki tala um fótbolta. Gærdagurinn [miðvikudagurinn] var mjög erfiður fyrir okkur. Við gátum ekki talað, hlegið eða borðað á hótelinu. Þetta var virkilega erfiður dagur.“ Grikkir hafa unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. 11. október 2024 09:03