„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2024 12:06 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Stöð 2/Sigurjón Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur. Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Sveitarfélagið hafði kært ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa vindorkuverið meðal annars vegna þess að garðurinn muni takmarka möguleika til uppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. Garðurinn verður reistur í Rangárþingi ytra en á sveitarfélagamörkum þess og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir víða pottur brotinn í málinu. „Það er samt okkar mat að þetta svæði sé ekki rétti staðurinn til að byggja vindorkuver, á hálendi Íslands. Það er nú bara þannig að í þeirri stefnumörkun um vindorku sem var lögð fram á þinginu í vor, er sérstaklega talað um að það eigi ekki að byggja vindorkuver innan hálendislínunnar. En þarna er verið að byggja fyrsta vindorkuverið, á hálendi Íslands, en boðuð stefnumörkun stjórnvalda segir að það eigi ekki að gera það. Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut sem er erfitt að skilja,“ segir Haraldur. Þá telur hann stjórnsýsluna í málinu ekki vera góða. Málinu var hins vegar vísað frá úrskurðarnefndinni án efnislegrar meðferðar. „Þar sem að menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni. Þá lítur málið svolítið undarlega út því ef stjórnsýsla ríkisins virðir ekki ákvarðanir stjórnsýslu sveitarfélags, og menn telja okkur ekki hafa lögvarða hagsmuni, þá er þetta bara orðið stjórnarskrármál,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að garðurinn verði í öðru sveitarfélagi sé hann ekki ótengdur Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ef að nágranni þinn ákveður að reisa vindmyllu á lóðinni við hliðina á þér, að sjálfsögðu eru áhrif af framkvæmdinni á nærliggjandi svæði. Við teljum að þarna sé bara mjög fordæmsigefandi mál í því hvernig á að byggja vindorkuver. Munu sveitarfélög í framtíðinni bara geta skipulagt þá á útjaðri síns sveitarfélags með áhrifa svæði í öðru sveitarfélagi og það hefur ekkert um það að segja? Þetta er ekki gott mál,“ segir Haraldur.
Vindorka Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stjórnsýsla Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stjórnarskrá Landsvirkjun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira