Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar 11. október 2024 14:02 í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun