„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:08 Jóhann Berg neyddist af velli undir lok leiks, en vonar að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. vísir / anton brink „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira