Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 21:06 Árásin var tekin upp á myndband. Á fjórða tug Pólverja komu saman í dag og mótmæltu því fyrir utan áfangaheimilið Vernd að nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir að hafa stungið mann til bana sé laus úr fangelsi einu og hálfu ári seinna. Frá þessu greinir Ríkisútvarpið. Maðurinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl 2023 en Landsréttur þyngdi dóminn í tólf ár. Í liðinni viku var hins vegar greint frá því að hann væri kominn á Vernd. Maðurinn sem lést var 27 ára Pólverji og samkvæmt RÚV eru margir Pólverjar reiðir yfir því að banamaðurinn sé laus úr fangelsi eftir svo skamman tíma. Lögum samkvæmt má leyfa fanga að afplána hluta refsitíma utan fangelsis, til dæmis á Vernd, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er, samkvæmt lögum um fullnustu refsinga, heimilt að veita fanga lausn til reynslu þegar þriðjungur refsitímanns sé liðinn, ef viðkomandi var 21 eða yngri þegar hann framdi brotið. Maðurinn á þannig möguleika á því að vera kominn í rafrænt eftirlit aðeins þremur árum eftir manndrápið. „Við erum ósammála þessari ákvörðun. Þetta er mikið tilfinningamál fyrir okkur vegna þess að sá sem var myrtur var frá Póllandi. En við erum hér ekki bara sem Pólverjar eða pólskt samfélag. Því við viljum standa við hlið Íslendinga og berjast fyrir réttlæti,“ hefur RÚV eftir Emiliu Wesola, einum af mótmælendunum. „Það er fáránlegt og ótrúlegt að einhver sem drepur annan sé laus eftir eitt og hálft ár. Við erum ósammála þessari ákvörðun og við erum í áfalli og mjög reið.“ Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Frá þessu greinir Ríkisútvarpið. Maðurinn var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl 2023 en Landsréttur þyngdi dóminn í tólf ár. Í liðinni viku var hins vegar greint frá því að hann væri kominn á Vernd. Maðurinn sem lést var 27 ára Pólverji og samkvæmt RÚV eru margir Pólverjar reiðir yfir því að banamaðurinn sé laus úr fangelsi eftir svo skamman tíma. Lögum samkvæmt má leyfa fanga að afplána hluta refsitíma utan fangelsis, til dæmis á Vernd, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er, samkvæmt lögum um fullnustu refsinga, heimilt að veita fanga lausn til reynslu þegar þriðjungur refsitímanns sé liðinn, ef viðkomandi var 21 eða yngri þegar hann framdi brotið. Maðurinn á þannig möguleika á því að vera kominn í rafrænt eftirlit aðeins þremur árum eftir manndrápið. „Við erum ósammála þessari ákvörðun. Þetta er mikið tilfinningamál fyrir okkur vegna þess að sá sem var myrtur var frá Póllandi. En við erum hér ekki bara sem Pólverjar eða pólskt samfélag. Því við viljum standa við hlið Íslendinga og berjast fyrir réttlæti,“ hefur RÚV eftir Emiliu Wesola, einum af mótmælendunum. „Það er fáránlegt og ótrúlegt að einhver sem drepur annan sé laus eftir eitt og hálft ár. Við erum ósammála þessari ákvörðun og við erum í áfalli og mjög reið.“
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira