Innlent

Ríkis­stjórnin sprungin

Ólafur Björn Sverrisson, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa
Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í dag þar sem hann tilkynnti ákvörðunina.
Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í dag þar sem hann tilkynnti ákvörðunina. vísir/vilhelm

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið.

Tilkynnt var um blaðamannafundinn með stuttum fyrirvara síðdegis í dag. Sýnt var frá fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 

Hér að neðan má hlusta á tilkynningu Bjarna. 

Frá fundinum.vísir/vilhelm
Bjarni ætlar sér að vera formaður flokksins í næstu kosningum.vísir/vilhelm
Bjarni gengur úr Stjórnarráðinu.

Fylgst er með öllum vendingum í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki ráð að endurhlaða síðunni:


Tengdar fréttir

Ríkis­stjórnin á hengi­flugi

Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“

Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólarhringa frest

„Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ segir formaður Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×