Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 13. október 2024 16:57 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. „Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira