Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Stefán Þ. Sigurðsson skrifa 14. október 2024 08:02 Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar