Lið Adams Inga gæti farið á hausinn í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:33 Adam Ingi Benediktsson sést hér svekkja sig í leik með íslenska 21 árs landsliðinu. Hann kom til Östersund í sumar frá Gautaborg. Getty/Ross MacDonald/ Sænska knattspyrnufélagið Östersunds FK er í kapphlaupi við klukkuna í dag þar sem stjórnarmenn reyna allt til að forða félaginu frá gjaldþroti. Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil. Sænski boltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Í beinni: Stjarnan - ÍA | Nær annað liðið fullkomnu starti? Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Íslendingafélagið skuldar sænska skattinum þrjár milljónir sænskra króna, tæpar fjörutíu milljónir í íslenskum krónum, og þarf að greiða skuldina í síðasta lagi í dag. @Sportbladet „Við erum ekki búin að gefast upp ennþá,“ sagði stjórnarformaðurinn Anders Cederberg við Aftonbladet. Lifa í voninni Östersunds FK sendi frá sér tilkynningu í gær um að félagið ætti ekki pening fyrir fyrrnefndri skuld. Félagið fékk frest í faraldrinum en nú er tíminn að renna út. „Þetta er auðvitað erfið staða. Við vorum nálægt því að koma þessu í mark á föstudaginn en það gekk síðan ekki eftir. Við erum enn að reyna að finna leiðir og lifum enn í voninni,“ sagði Cederberg. Fresturinn er til miðnættis í kvöld. Lýsi félagið sig gjaldþrota þá er ekki alveg ljóst hvort það fái að klára tímabilið. Það fer eftir ákvörðun fjárhaldsmanns verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Það eru fjórir leikir eftir og stjórnarformaðurinn telur að það sé öllum í hag að félagið fái að klára tímabilið. „Það er því líklegra en ekki að við fáum að klára tímabilið. Það er í það minnsta mitt mat,“ sagði Cederberg. Kom til félagsins um mitt sumar Íslenski markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson hefur spilað tólf leiki með liðinu í sumar í sænsku b-deildinni í ár. Hann kom til félagsins frá IFK Göteborg um mitt sumar. Hinn 21 árs gamli Adam Ingi er því óvissu með framtíðina hjá sér eins og aðrir leikmenn félagsins. Samningur hans við sænska félagið er til loka desember 2026. Östersund er í 13. sæti sænsku b-deildarinnar af sextán liðum. Tvö neðstu liðin falla beint en næstu tvö fara í umspil.
Sænski boltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Í beinni: Stjarnan - ÍA | Nær annað liðið fullkomnu starti? Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira