Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:41 Stúlka sem flúði Maríupol í Úkraínu við upphaf innrásar Rússa knúsar köttinn sinn. Íslensk stjórnvöld leyfðu úkraínskum flóttamönnum að flytja inn gæludýr sín að vissum skilyrðum uppfylltum. Myndin var tekin í Saporidsjía í Úkraínu og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna. Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna.
Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira