Innlent

Ís­lendingur bannaður á djamminu í Dan­mörku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Zwei gross bier þýðir tveir stjórir bjórar á íslensku.
Zwei gross bier þýðir tveir stjórir bjórar á íslensku. Zwei Grosse Bier

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil.

Folkebladet í Vigborg greinir frá þessu. Þar segir að 32 ára íslenskur karlmaður hafi togað í hárið á konu handan grindverks á kránni Zwei Grosse Bier í Viborg og slegið aðra.

Karlmaðurinn sagði að stuggað hefði verið við honum af hópi fólks sem var með konunni í för og hafnaði því að hafa beitt nokkurn ofbeldi. Eftirlitsmyndavélar á svæðinu bentu þó til annars þar sem vinkona konunnar sást koma henni til aðstoðar þegar Íslendingurinn togaði í hár hennar.

Vinkonan útskýrði fyrir dómi að konan hefði reynt að ýta manninum í burtu en hefði fengið högg bæði á nef og eyra.

Íslendingurinn er sagður eiga sér ofbeldissögu og því fengið þriggja mánaða fangelsisdóm. Auk þess sætir hann fjögurra mánaða banni af næturlífinu sem þýðir að hann má ekki vera á veitingastöðum eða skemmtistöðum frá miðnætti og til fimm um morguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×