„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 06:31 Oscar og Sonja. Úr einkasafni Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent