Leik lokið: Valur - Porto 27-27 | Ó­trú­legir Vals­menn náðu að landa stigi

Þorsteinn Hjálmsson skrifar
Magnús Óli Magnússon í baráttu við vörn Porto í Kaplakrika í kvöld.
Magnús Óli Magnússon í baráttu við vörn Porto í Kaplakrika í kvöld. vísir/Anton

Þrátt fyrir að lenda átta mörkum undir snemma í seinni hálfleik náðu Valsmenn með ævintýralegum hætti að landa stigi gegn Porto í Kaplakrika í kvöld, í Evrópudeildinni í handbolta.

Valsmenn, sem unnu EHF-keppnina á síðustu leiktíð en hafa nú fært sig upp og leika í næstbestu Evrópukeppninni, voru 16-9 undir í hálfleik. Porto skoraði svo fyrsta mark seinni hálfleiks og útlitið afar dökkt fyrir Val, en leikið var í Kaplakrika þar sem FH og Gummersbach mætast svo einnig í kvöld.

Þá tók við ótrúlegur kafli og mestu munaði um stórkostlega frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar sem alls varði 20 skot í leiknum, þar af tvö víti, og var með 43% markvörslu.

Umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms...

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira