„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 18:59 Guðmundur Ingi mun ekki sitja í starfsstjórninni fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Sjá meira