Lionel Messi í miklu stuði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 07:32 Lionel Messi átti stórkostlegan leik með Argentínumönnum í undankeppni HM í nótt og kom að fimm af sex mörkum. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi fór á kostum í nótt þegar argentínska landsliðið vann 6-0 stórsigur á Bólivíu í undankeppni HM 2026. Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira