Halda áfram árásum á Beirút en með gult spjald frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 06:44 Um það bil 1.350 eru sagðir hafa verið drepnir í árásum og aðgerðum Ísraelsmanna í Líbanon. AP/Hussein Malla Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun í fyrsta sinn í fimm daga. Samkvæmt hernum var ráðist gegn vopnageymslum Hezbollah í suðurhluta Beirút og var íbúum á svæðinu ráðlagt að forða sér áður en þær hófust. Nokkrum klukkustundum áður en Ísraelsmenn létu til skarar skríða gáfu Bandaríkjamenn það út að þeir hefðu viðrað þá afstöðu sína við ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að árásir hersins á borgina væru of umfangsmiklar. Þá greindi Najib Mikati, sitjandi forsætisráðherra Líbanon, frá því í gær að í samtölum sínum við ráðamenn vestanhafs hefði hann fengið „nokkurs konar loforð“ um að Ísraelar myndu draga úr árásum sínum á Beirút og úthverfin í suðurhluta borgarinnar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael hafa gefið út viðvaranir um yfirvofandi aðgerðir sem nái til fjórðungs Líbanons. Auk þess að vilja sjá Ísraelsmenn halda aftur af sér varðandi Líbanon þá hafa Bandaríkjamenn einnig varað stjórnvöld við því að þeir muni setja vopnasendingar á bið ef ekki verður tryggt að mannúðaraðstoð fái að flæða inn á Gasa. Netanyahu er sagður leggja drög að hefndaraðgerðum gegn Íran en Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, hefur varað António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við því Íranir séu reiðubúnir til að grípa svara fyrir sig. Ísrael Líbanon Bandaríkin Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Nokkrum klukkustundum áður en Ísraelsmenn létu til skarar skríða gáfu Bandaríkjamenn það út að þeir hefðu viðrað þá afstöðu sína við ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að árásir hersins á borgina væru of umfangsmiklar. Þá greindi Najib Mikati, sitjandi forsætisráðherra Líbanon, frá því í gær að í samtölum sínum við ráðamenn vestanhafs hefði hann fengið „nokkurs konar loforð“ um að Ísraelar myndu draga úr árásum sínum á Beirút og úthverfin í suðurhluta borgarinnar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael hafa gefið út viðvaranir um yfirvofandi aðgerðir sem nái til fjórðungs Líbanons. Auk þess að vilja sjá Ísraelsmenn halda aftur af sér varðandi Líbanon þá hafa Bandaríkjamenn einnig varað stjórnvöld við því að þeir muni setja vopnasendingar á bið ef ekki verður tryggt að mannúðaraðstoð fái að flæða inn á Gasa. Netanyahu er sagður leggja drög að hefndaraðgerðum gegn Íran en Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, hefur varað António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við því Íranir séu reiðubúnir til að grípa svara fyrir sig.
Ísrael Líbanon Bandaríkin Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira