Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2024 07:44 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir. Steingrímur Árnason Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira