Guðmundur Ingi vill fara fram fyrir Samfylkinguna Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 13:48 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu vill fara á Alþingi til að berjast fyrir hagsmunum jaðarsettra hópa. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, ætlar að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti hjá Samfylkingunni i í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi. Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðmundur Ingi ætlaði fram í kosningum árið 2022 en framboð hans var metið ógilt vegna þess að hann uppfyllti ekki skilyrði um kjörgengi vegna þess að hann var ekki með óflekkað mannorð. Guðmundur Ingi ætlar nú að láta reyna að þetta í annað sinn. „Ég ákvað þetta bara í morgun,“ segir Guðmundur. Hann segir að auðvitað muni uppstillingarnefnd ákveða þetta. Hann eigi eftir að tilkynna þeim um ákvörðun sína en geri það síðar í dag. Raunverulegur fulltrúi jaðarsettra „Orð Kristrúnar eru að hún vill hafa breiða fylkingu með fólki úr öllum áttum, ekki einsleitan hóp. Ég ætla að vera raunverulegur fulltrúi minnihlutahópa og jaðarsettra,“ segir Guðmundur Ingi og að hans mál séu velferðarmál. Guðmundur Ingi hefur mikið unnið með heimilislausum, föngum og fólki með vímuefnaraskanir. Hann segir þróun úrræða og aðstoðar fyrir þessa hópa ekki þróast nægilega ört. „Við verðum að grípa í taumana og gera þetta sjálf. Jaðarsettir hópar eins og heimilislausir og fangar og fólk með vímuefnaraskanir. Ríkið þarf að koma meira að málum. Það er ört stækkandi hópur í samfélaginu sem fellur á milli kerfa og á meðan rífast ríki og sveitarfélög um það hver eigi að sjá um hvað. Það þarf bara að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Það langar mig að gera,“ segir Guðmundur Ingi.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Fíkn Fangelsismál Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 „Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Guðmundur Árni stefnir á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi „Það er mikill hugur í mér,“ svarar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði, spurður að því hvort hann verði á lista fyrir Samfylkinguna í komandi þingkosningum. 16. október 2024 11:29
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16. október 2024 11:54