„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 07:02 Aðalsteinn Kjartansson, Þóra Arnórsdóttir og Flóki Ásgeirsson mættu í Pallborð Vísis til að ræða lögreglurannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, rannsókn sem tók rúm þrjú ár en var að endingu felld niður. vísir/vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. Þau Aðalsteinn og Þóra héldu því reyndar fram að til þessarar lögreglurannsóknarinnar, sem stóð í rúm þrjú ár, hafi meðal annars verið efnt til að fólk færi að tala um byrlun og símastuld í staðinn fyrir efni málsins sem stæði sem stafur á bók: Umsvif og mútugreiðslur Samherja í Namibíu og í framhaldinu verklag hinnar svokölluðu Skrímsladeildar. „Sem var nokkuð sem þau kölluð sig sjálf,“ sagði Aðalsteinn. Þau kölluðu sig Skæruliðadeildina sjálf Auk þeirra var Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands, gestur Pallborðsins. Upphaflega höfðu fjórir blaðamenn stöðu sakborninga í málinu: Þóra, Aðalsteinn, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og í mars 2023 var Inga Frey Vilhjálmssyni bætt við í þann hóp. Á lokastigum bætist svo Arnar Þórisson yfirframleiðandi Kveiks við. Lögreglan felldi að endingu niður rannsóknina með fordæmalausri tilkynningu en hún var meðal annars rædd af gestum þáttarins. Tilkynninguna má sjá í ítarlegri frétt Vísis um málið hér neðar: En hvað var eiginlega til rannsóknar? Aðalsteinn fór yfir forsögu málsins, það hvernig blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar, sem síðar sameinuðust í Heimildina, komust yfir gögn sem leiddu í ljós hvernig fyrirtækið skipulagði rógsherferð á hendur blaðamönnum í kjölfar afhjúpanir í tengslum við mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Aðalsteinn sagði, vel að merkja, að það hafi verið þau sjálf sem kölluðu sig þessu nafni: Skæruliðadeild Samherja. „En þetta afhjúpaðist í þessum skæruliðagögnum, eða hvað við viljum kalla þau og lögreglan tók svo upp hjá sjálfri sér að rannsaka þann fréttaflutning.“ Spurð hvað henni þætti um orðaskipti hjóna í skilnaði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir þáttastjórnandi spurði Þóru hreint út hvernig hennar hlutur í málinu væri til komin, með að hún hafi keypt síma sambærilegan þeim sem skipstjórinn átti, tekið við honum upp í RÚV og afritað? Þóra sagði þetta merkilega umræðu en vildi taka upp þráðinn þar sem Aðalsteinn skildi við hann. Þóra sagði að fínt hefði verið ef málinu hefði getað lokið þar, og verið rannsakað sem Samherjamálið. Hún hafi ekki upplifað sig í stríði við einn né neinn. Það hafi verið algerlega einhliða. „Ég hef ekki gert neitt á hlut þessa fólks og upplifi bara bollaleggingar gamalla kalla á netinu sem þurfa að spýja yfir mann sínu eitri. Þetta er nú meira subbið en snertir mig ekki mikið. Og kemur málinu ekki við, byrlun og stuldur,“ sagði Þóra. Þóra sagði þetta ekki koma sér við, kannski hafi hún tekið við síma, kannski ekki en því gæti hún bara ekki svarað því. Hún mætti það ekki. „Í yfirheyrslum var verið að lesa upp fyrir mig tölvupóst hjóna fyrir norðan sem eru að skilja og ég svo spurð: hvað finnst þér um þetta? Ef ég gæti brotist inn í síma og afritað þá væri ég að vinna við eitthvað annað en ég geri í dag. Ég heyrði í síðasta sakborningunum í málinu sem var spurður: Býr RÚV yfir búnaði til að brjótast inn í síma?!“ Þóra hellti sér yfir lögregluna Þóra sagði þetta hafa verið það sem hún gerði í 25 ár, að taka við gögnum og meta hvort þau væru sönn. Og svo gæti líka verið að hún hafi ekki tekið við neinum gögnum. Það komi fólki ekki við. „Lögreglan hefur troðið marvaðann og hvert er sakarefnið?“ spurði Þóra og sagði að alltaf hafi verið einhver nýr lögreglumaður sem tók af henni skýrslu. „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar,“ sagði Þóra og tiltók sérstaklega að það ætti við um Norðurland eystra, þannig að sú ásökun smitaðist ekki yfir á önnur lögregluembætti. Þóra sagðist furða sig á illskunni og ímyndunaraflinu sem sumir fúlir kallar á netinu létu sér til hugar koma og leyfðu sér að sulla yfir sig.vísir/vilhelm „Þetta var kómískt til að byrja með. Ég er úthverfahúsmóðir og frekar kassalaga í minni afstöðu. Ég var mjög kurteis en svo þrýtur manni þolinmæðin.“ Þóra hellti sér sem sagt yfir þann síðasta sem tók af henni skýrslu og sagði að upptökuna mætti gjarnan spila fyrir yfirmenn lögreglunnar. „Nóg var komið af níðingsskap yfir saklausu fólki sem er að vinna sína vinnu. Tilgangurinn var ekki að fá okkur dæmd heldur að nú sé talað um byrlunar og símastuldsmál. Leiðinlegt að það hafi náð fram að ganga.“ Níu sinnum spurður hver væri heimildarmaður sinn Aðalsteinn sagði að þau hafi verið kölluð til yfirheyrslu á svipuðum tíma en hann vildi fá úr því skorið hvort það væri yfirhöfuð leyfilegt að boða blaðamenn í skýrslutöku vegna frétta sem hann skrifaði um Samherja. Seinna hafi svo komið á daginn að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn lagagrein um friðhelgi einkalífsins. „Mér varð strax mjög brugðið þar sem ég var á leið til dagmömmunnar að sækja son minn, að lögreglan ætlaði að spyrja mig út í fréttaflutning þótti mér strax skrítið en svo er ljóst að teknu tilliti til þessarar lagagreinar að hún á ekkert við um þetta.“ Aðalsteinn segir að dómsstólar megi ekki taka efnislega afstöðu til mála en komið hefur fram hjá saksóknarinn við embættið þarna fyrir norðan meðal annars í samtölum við fjölmiðla að undir liggi eitthvað sem hafi ekkert að gera með fréttaflutning. Aðalsteinn sagði málið gefa skelfilegt fordæmi, nú væri búið að ryðja leið sem aðrir auð- og áhrifamenn gætu látið sér detta í hug að fara. Búið væri að högga skarð í trúverðugleika blaðamanna sem í hlut áttu.visir/vilhelm „Ég sá þetta umrædda kynferðislega efni ekki fyrr en lögreglan deildi því með mér og ég væri alveg til í að hafa ekki séð. En það var ekki verið að spyrja mig út í það heldur hvort ég hafi menntun til að sinna blaðamennsku? Hvaða ákvarðanir eru teknar inni á ritstjórn? Hvað gerist ef ritstjóri er ósammála mér? Hvað eigi erindi til almennings… Það er ekki verið að rannsaka neitt annað en starf blaðamanns. Ég fékk níu spurningar: Hver er heimildarmaðurinn þinn? Hver er sá sem lét þig hafa gögnin?“ Lögreglan var að rannsaka blaðamennsku Aðalsteinn rifjaði upp í því sambandi að þegar lögreglan felldi niður rannsóknina hafi hún í yfirlýsingu farið með rangt mál: „Þar heldur hún því ranglega fram, hreinlega lýgur, að hún hafi aldrei spurt hver heimildarmaðurinn er?!“ Hallgerður beindi því næst spurningum sínum til Flóka lögmanns, þá hvað varðar hinar sérstöku útskýringar lögreglu þegar hún felldi málið niður. „Já, hún er náttúrlega óvenjuleg. Ekki er venja að lögregla rökstyðji sínar ákvarðanir á Facebook með þessum hætti. Það er einsdæmi,“ sagði Flóki. Honum sýndist efni þeirrar færslu ekki rökstuðningur fyrir niðurfellingu heldur réttlæting á því að rannsóknin hafi yfirleitt farið af stað – að hún sé réttmæt. „Ef maður vissi ekki að verið væri að fella málið niður sé í reynd verið að gefa í skyn að ástæða sé eða hafi verið til frekari rannsóknar. Svo bætist við að þarna er verið að tala um nafngreinda einstaklinga og verið að nýta gjallarhorn lögreglunnar til að tjá nokkuð sem má skilja sem eindregna afstöðu þeirra til sakborninga málsins. Og verið að taka ákveðna afstöðu til sektar. Nei, ég hef ekki heyrt af neinu fordæmi, þetta er nýmæli í þessum efnum.“ Kælingaráhrifin ótvíræð Hallgerður velti fyrir sér því, sem Aðalsteinn hafði haft orð á í upphafi, með hvaða áhrif svo löng rannsókn hefði; hvort hún væri hreinlega hugsuð sem kæling? „Eyþór Þorbergsson varasaksóknari sagði við málflutning þegar við létum á það reyna hvort þetta væri löglegt að það ætti ekki að láta blaðamenn komast upp með svona!“ Aðalsteinn sagði ástæðuna meðal annars þá að verið væri að þyrla upp ryki, svo fólk hætti að hugsa um Samherjamál sem stærsta mútumál í Namibíu, og færi að hugsa um byrlunar- og símastuldsmál - sem þetta var aldrei. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í Pallborði Vísis.vísir/vilhelm Þremenningarnir voru þá spurðir hvort ekki væru nein mörk sem blaðamenn gætu farið yfir. Aðalsteinn sagði auðvitað liggja mörk einhvers staðar, hann færi til að mynda ekki að brjótast inn eða stela síma. „Enda hefur enginn gert það. En allt sem skrifað var um skæruliðadeild Samherja bæði á Stundinni og kjarnanum var satt og rétt. Það er gott og vel. Hitt sem lögreglan sýnir fram á í sinni rannsókn er að ekki er hægt að afrita síma með þessum hætti. Rannsakandinn skrifar að Whatsup sé dulkóðað. Áður en við förum að tala um hvað blaðamenn mega geri skulum við ekki gleyma hvað er yfirhöfuð hægt að gera?“ Blaðamenn mega ekki gefa upp sína heimildamenn Þóra nefndi Wintris-málið til dæmis og sagði að ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra færi til lögreglunnar og segði að blaðamenn hefði komist yfir gögn eftir vafasömum leiðum ætti það að koma lögreglunni spánskt fyrir sjónir. „Okkur berast reglulega gögn sem við teljum ekki eiga erindi við almenning, viðkvæm mál og barnaverndarmál, en magnað hversu mikið lögreglan spurði um hvað væri fjallað af fjölmiðlum: „Færðu mikinn tölvupóst?“ Já, ég held að fólk viti hvar mörkin liggja, blaðamenn sem þekkja siðareglurnar.“ Aðalsteinn sagði lykilatriði það að blaðamenn meti á hverjum tíma og daglega hvað eigi erindi við almenning. Pallborðið í heild má finna hér neðar: Flóki sagði þá að fyrir lægi að umfjöllun sem birst hafi verið hafi aðeins birt lítið brot af þeim gögnum sem lágu til grundvallar. „Á blaðamönnum hvílir fortakslaust sú skylda að vernda sína heimildarmenn. Blaðamenn ósköp einfaldlega geta ekki svarað því þegar þeir eru spurðir hver heimildarmaður þeirra sé?“ Spurður um næstu skref sagði Flóki að þeir sem ættu lögvarðra hagsmuna að gæta gæti leitað eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun og ríkissaksóknari taki ákvörðun um það. „Og gefur fyrirmæli um að rannsókn skuli haldið áfram, ef kæra á annað borð berst innan kærufrests. Þá er annað hvort staðfest hvort málinu sé endanlega lokið og ef ekki er það komið á þann stað sem það var.“ Skuldum blaðamönnum og almenningi svör Þóra lýsti yfir nokkru óþoli á þessu máli öllu og hreinlega því að hún nennti ekki að liggja yfir málsgögnum öðrum þræði því þau kæmu sér ekki við. „Og þá öllu sem er rakið í þessum gögnum. Þetta er eitthvað sem er búið til og snertir mig ekki neitt. En það verður að hafa afleiðingar þegar lögreglan gengur fram með þessum hætti og því mikilvægt að vinnubrögð hennar verði rannsökuð. Við skuldum íslenskri blaðamannastétt og almenningi það. Ég legg á það mikla áherslu að þetta hafi afleiðingar, við getum ekki brosað í kampinn og sagt að Íslendingar séu svo sveitó. þetta er alvarlegra en svo.“ Aðalsteinn og Þóra. Þau segja að málinu megi ekki ljúka við svo búið. Þó það hafi reynst þeim erfitt sé það stærra en svo að hægt sé að láta kyrrt liggja.vísir/vilhelm Aðalsteinn sagðist ekki vita hvað væri hægt að gera en hann tæki undir með Þóru, það gengi ekki í lýðræðissamfélagi að lögreglan setji blaðamenn á sakamannabekk fyrir að upplýsa um mikilvæg mál. „Engar efasemdir eru um að fréttirnar hafi átt fullt erindi, miðað við öll viðbrögð. Samherji baðst afsökunar. Við getum ekki leyft lögreglunni að komast upp með þetta alveg eins og lögreglan vildi meina að blaðamenn eigi ekki að komast upp með þetta,“ sagði Aðalsteinn. Greindu persónulega óvild lögreglunnar á blaðamönnum Þau sögðu afstöðu lögreglunnar jaðra við persónulegt hatur á blaðamennsku og blaðamönnum. En það væri ekki gagnkvæm heift og vonandi geti fólk á einhverjum tímapunkti náð áttum. Um var að ræða í grunninn fréttir sem voru skrifaðar sem voru réttar og áttu erindi. „Ég skil að það sé vont ef eitthvað er opinberað sem þú hefur skrifað,“ sagði Þóra. En enginn dragi í efa að þetta hafi átt erindi. Í ljós kom að þessi málatilbúnaður hefur haft talsvert mikil áhrif á þá blaðamenn sem í hlut áttu og þá til hins verra. Aðalsteinn viðurkenndi fúslega að þetta hafi reynst sér erfitt. „Við vorum bara að vinna vinnuna okkar. Engar efnislegar athugasemdir verið gerðar við neitt sem við höfum sagt og skrifað. Umfjöllun um Samherja og hvað sannarlega hefur átt sér stað í þeirra starfsemi.“ Og Aðalsteinn lýsti því að hann hafi þurft að útskýra fyrir börnum sínum hvers vegna einhver kall væri að birtast á YouTube og tala um að hann væri annað hvort illmenni eða illa gefinn. Og fyrir lægi greinargerð saksóknara á Norðurlandi eystra að hann hafi nýtt mér veikindi konu fyrir norðan, nokkuð sem ekki væri einu sinni til rannsóknar. „Þetta er erfið og óþægileg staðreynd að þurfa að hringja í móður sína og segja henni hvað sé í vændum. Ég treysti almennt lögreglunni og þetta kenndi mér er að taka því sem þaðan kemur með miklum efa.“ Fúlir kallar fái útrás með að spúa subbi yfir sig Þóra lýsti því að auðvitað geti fólk misst eldmóðinn eftir 25 ár í faginu. Hún hafi farið yfir þetta með krökkunum sínum en það sé henni ómögulegt að láta þetta liggja þungt á sér, henni finnist þetta svo mikið rugl. „Ef það hefur áhrif á einhvern þá er það sannarlega ekki einhvern sem þekkir mig. En ég hef stundum furðað mig á því hversu mikil illska liggur að baki og ég hef stundum furðað mig á og dáðst að ímyndunaraflinu sem sumir búa yfir. Auðvitað er ömurlegt að vera á sakamannabekk í mörg ár.“ Þóra sagðist kannski ekki hafa verið nógu dugleg að fylgja málinu eftir líkt og Þórður Snær en lögmaður hans sendi reglulega fyrirspurnir norður um hvernig rannsókn málsins liði. Fékk auðvitað engin svör. „Ég hafði ekki orku til að liggja yfir gögnunum. Þetta er ömurlegt, leiðinlegt, það subbast á þig, þú byggir upp orðspor í blaðamennsku í 25 ár og svo koma bara einhverjir fúlir kallar sem eru að fá útrás með því að spúa einhverju subbi yfir mig. Það fer ekkert í gegn, maður hristir þetta af sér en þetta er leiðinlegt að fá þetta yfir sig.“ Þóra sagði þetta vitaskuld hafa áhrif á aðra blaðamenn, þeir hki við að fjalla um viðkvæm mál. Það hafi hún orðið vör við. Flóki var spurður um næstu skref. Og hann sagði ýmsa möguleika í því. „Annars vegar eru undir réttindi sex einstaklinga sem hafa verið sakaðir um refsiverða háttsemi, því er ekki lokið, en ef lyktir verða eins og fyrir liggur eru þær að tilefnislausu. Og þetta er spurning um hvort þeir geti leitað réttindi sem slíkir.“ Tjáningarfrelsi blaðamanna er undir Sjálfur er Flóki lögmaður Blaðamannafélagsins og málið snúist um prinsipp út frá sjónarhorni þess. „Og tjáningarfrelsi stéttarinnar. Þetta er alvarlegt dæmi um mál sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir.“ Flóki sagði það gera málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins. Umræddir blaðamenn sem gerðu akkúrat það sem blaðamenn gerðu og gera á hverjum degi. Og Blaðamannafélagið vilji gjarnan fá úr því skorið hvort svo sé, að bara við að skrifa fréttir sem lögreglan veit ekki hvaðan eru sprottnar, þá geti þeir þar með sjálfir orðið sakborningar. Flóki, lögmaður Blaðamannafélags Íslands, sagði að hvaða blaðamaður sem er hefði getað lent í þessu. Það yrði að fást úr því skorið hvort það væri eðlilegt að blaðamenn gætu lent á sakamannabekk fyrir að sinna sinni vinnu.vísir/vilhelm „Hér eru undir grundvallarreglur og prinsipp sem gilda; að blaðamenn njóti rýmkaðs tjáningarfrelsis sem þessir blaðamenn taka mjög alvarlega. Að upplýsa almenning og segja ekki frá heimildarmönnum sínum.“ Allt þetta er enn á teikniborðinu og ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvaða leiðir séu færar. En þetta varðar rétt félagsmanna og málið geti hæglega, með fordæmisgefandi hætti, farið gegn starfsskilyrðum stéttarinnar. Og þau úrræði sem einstaklingar hafa sem hafa verið hafðir fyrir rangri sök. Skelfilegt fordæmi ef málinu lýkur hér Aðalsteinn sagði málið ekki, þegar öllu væri á botninn hvolft, snúast um hversu óþægilegt þetta hafi reynst fyrir þau persónulega. Þetta væri stærra. Nú sé búið að ryðja ákveðna braut. „Ef einhverjum áhrifamanni hefði dottið í hug að þessi leið væri yfirhöfuð fær og nú er búið að sýna að svo sé. Að hafa blaðamenn á sakamannabekk í rúm þrjú ár. Það er búið að höggva duglega í trúverðugleika okkar og það mun ekki endurheimtast af fullu þó fyrir liggi lögreglurannsókn þar sem málið er fellt niður. En ef við látum staðar numið sé komið tilbúið fordæmi fyrir allskonar aðila sem hafa völd, ítök, að fara sömu leið og það má ekki gerast. Þá erum við öll í hættu og það er samfélaginu hættulegt.“ Aðalsteinn sagði alla lýðræðislega umræða grundvallast á því að við höfum aðgengi að upplýsingum og þær höfum við í gegnum fjölmiðla. Ríkisstjórnir hafa fallið, tvær á síðustu árum, eftir upplýsingar sem birtust í fjölmiðlum. Ef við hefðum þurft að stoppa þá, er líklegt að einhver bregðist við með þeim hætti að gera okkur að glæpamönnum. Það er mjög vont fyrir samfélagið. Þóra bætti því við að þetta ýtti undir sjálfsritskoðun hjá ekki bara blaðamönnum heldur fréttastjórum og ritstjórum. Þetta væri því grafalvarlegt mál. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögmennska Lögreglan Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Þau Aðalsteinn og Þóra héldu því reyndar fram að til þessarar lögreglurannsóknarinnar, sem stóð í rúm þrjú ár, hafi meðal annars verið efnt til að fólk færi að tala um byrlun og símastuld í staðinn fyrir efni málsins sem stæði sem stafur á bók: Umsvif og mútugreiðslur Samherja í Namibíu og í framhaldinu verklag hinnar svokölluðu Skrímsladeildar. „Sem var nokkuð sem þau kölluð sig sjálf,“ sagði Aðalsteinn. Þau kölluðu sig Skæruliðadeildina sjálf Auk þeirra var Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands, gestur Pallborðsins. Upphaflega höfðu fjórir blaðamenn stöðu sakborninga í málinu: Þóra, Aðalsteinn, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og í mars 2023 var Inga Frey Vilhjálmssyni bætt við í þann hóp. Á lokastigum bætist svo Arnar Þórisson yfirframleiðandi Kveiks við. Lögreglan felldi að endingu niður rannsóknina með fordæmalausri tilkynningu en hún var meðal annars rædd af gestum þáttarins. Tilkynninguna má sjá í ítarlegri frétt Vísis um málið hér neðar: En hvað var eiginlega til rannsóknar? Aðalsteinn fór yfir forsögu málsins, það hvernig blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar, sem síðar sameinuðust í Heimildina, komust yfir gögn sem leiddu í ljós hvernig fyrirtækið skipulagði rógsherferð á hendur blaðamönnum í kjölfar afhjúpanir í tengslum við mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Aðalsteinn sagði, vel að merkja, að það hafi verið þau sjálf sem kölluðu sig þessu nafni: Skæruliðadeild Samherja. „En þetta afhjúpaðist í þessum skæruliðagögnum, eða hvað við viljum kalla þau og lögreglan tók svo upp hjá sjálfri sér að rannsaka þann fréttaflutning.“ Spurð hvað henni þætti um orðaskipti hjóna í skilnaði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir þáttastjórnandi spurði Þóru hreint út hvernig hennar hlutur í málinu væri til komin, með að hún hafi keypt síma sambærilegan þeim sem skipstjórinn átti, tekið við honum upp í RÚV og afritað? Þóra sagði þetta merkilega umræðu en vildi taka upp þráðinn þar sem Aðalsteinn skildi við hann. Þóra sagði að fínt hefði verið ef málinu hefði getað lokið þar, og verið rannsakað sem Samherjamálið. Hún hafi ekki upplifað sig í stríði við einn né neinn. Það hafi verið algerlega einhliða. „Ég hef ekki gert neitt á hlut þessa fólks og upplifi bara bollaleggingar gamalla kalla á netinu sem þurfa að spýja yfir mann sínu eitri. Þetta er nú meira subbið en snertir mig ekki mikið. Og kemur málinu ekki við, byrlun og stuldur,“ sagði Þóra. Þóra sagði þetta ekki koma sér við, kannski hafi hún tekið við síma, kannski ekki en því gæti hún bara ekki svarað því. Hún mætti það ekki. „Í yfirheyrslum var verið að lesa upp fyrir mig tölvupóst hjóna fyrir norðan sem eru að skilja og ég svo spurð: hvað finnst þér um þetta? Ef ég gæti brotist inn í síma og afritað þá væri ég að vinna við eitthvað annað en ég geri í dag. Ég heyrði í síðasta sakborningunum í málinu sem var spurður: Býr RÚV yfir búnaði til að brjótast inn í síma?!“ Þóra hellti sér yfir lögregluna Þóra sagði þetta hafa verið það sem hún gerði í 25 ár, að taka við gögnum og meta hvort þau væru sönn. Og svo gæti líka verið að hún hafi ekki tekið við neinum gögnum. Það komi fólki ekki við. „Lögreglan hefur troðið marvaðann og hvert er sakarefnið?“ spurði Þóra og sagði að alltaf hafi verið einhver nýr lögreglumaður sem tók af henni skýrslu. „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar,“ sagði Þóra og tiltók sérstaklega að það ætti við um Norðurland eystra, þannig að sú ásökun smitaðist ekki yfir á önnur lögregluembætti. Þóra sagðist furða sig á illskunni og ímyndunaraflinu sem sumir fúlir kallar á netinu létu sér til hugar koma og leyfðu sér að sulla yfir sig.vísir/vilhelm „Þetta var kómískt til að byrja með. Ég er úthverfahúsmóðir og frekar kassalaga í minni afstöðu. Ég var mjög kurteis en svo þrýtur manni þolinmæðin.“ Þóra hellti sér sem sagt yfir þann síðasta sem tók af henni skýrslu og sagði að upptökuna mætti gjarnan spila fyrir yfirmenn lögreglunnar. „Nóg var komið af níðingsskap yfir saklausu fólki sem er að vinna sína vinnu. Tilgangurinn var ekki að fá okkur dæmd heldur að nú sé talað um byrlunar og símastuldsmál. Leiðinlegt að það hafi náð fram að ganga.“ Níu sinnum spurður hver væri heimildarmaður sinn Aðalsteinn sagði að þau hafi verið kölluð til yfirheyrslu á svipuðum tíma en hann vildi fá úr því skorið hvort það væri yfirhöfuð leyfilegt að boða blaðamenn í skýrslutöku vegna frétta sem hann skrifaði um Samherja. Seinna hafi svo komið á daginn að hann væri grunaður um að hafa brotið gegn lagagrein um friðhelgi einkalífsins. „Mér varð strax mjög brugðið þar sem ég var á leið til dagmömmunnar að sækja son minn, að lögreglan ætlaði að spyrja mig út í fréttaflutning þótti mér strax skrítið en svo er ljóst að teknu tilliti til þessarar lagagreinar að hún á ekkert við um þetta.“ Aðalsteinn segir að dómsstólar megi ekki taka efnislega afstöðu til mála en komið hefur fram hjá saksóknarinn við embættið þarna fyrir norðan meðal annars í samtölum við fjölmiðla að undir liggi eitthvað sem hafi ekkert að gera með fréttaflutning. Aðalsteinn sagði málið gefa skelfilegt fordæmi, nú væri búið að ryðja leið sem aðrir auð- og áhrifamenn gætu látið sér detta í hug að fara. Búið væri að högga skarð í trúverðugleika blaðamanna sem í hlut áttu.visir/vilhelm „Ég sá þetta umrædda kynferðislega efni ekki fyrr en lögreglan deildi því með mér og ég væri alveg til í að hafa ekki séð. En það var ekki verið að spyrja mig út í það heldur hvort ég hafi menntun til að sinna blaðamennsku? Hvaða ákvarðanir eru teknar inni á ritstjórn? Hvað gerist ef ritstjóri er ósammála mér? Hvað eigi erindi til almennings… Það er ekki verið að rannsaka neitt annað en starf blaðamanns. Ég fékk níu spurningar: Hver er heimildarmaðurinn þinn? Hver er sá sem lét þig hafa gögnin?“ Lögreglan var að rannsaka blaðamennsku Aðalsteinn rifjaði upp í því sambandi að þegar lögreglan felldi niður rannsóknina hafi hún í yfirlýsingu farið með rangt mál: „Þar heldur hún því ranglega fram, hreinlega lýgur, að hún hafi aldrei spurt hver heimildarmaðurinn er?!“ Hallgerður beindi því næst spurningum sínum til Flóka lögmanns, þá hvað varðar hinar sérstöku útskýringar lögreglu þegar hún felldi málið niður. „Já, hún er náttúrlega óvenjuleg. Ekki er venja að lögregla rökstyðji sínar ákvarðanir á Facebook með þessum hætti. Það er einsdæmi,“ sagði Flóki. Honum sýndist efni þeirrar færslu ekki rökstuðningur fyrir niðurfellingu heldur réttlæting á því að rannsóknin hafi yfirleitt farið af stað – að hún sé réttmæt. „Ef maður vissi ekki að verið væri að fella málið niður sé í reynd verið að gefa í skyn að ástæða sé eða hafi verið til frekari rannsóknar. Svo bætist við að þarna er verið að tala um nafngreinda einstaklinga og verið að nýta gjallarhorn lögreglunnar til að tjá nokkuð sem má skilja sem eindregna afstöðu þeirra til sakborninga málsins. Og verið að taka ákveðna afstöðu til sektar. Nei, ég hef ekki heyrt af neinu fordæmi, þetta er nýmæli í þessum efnum.“ Kælingaráhrifin ótvíræð Hallgerður velti fyrir sér því, sem Aðalsteinn hafði haft orð á í upphafi, með hvaða áhrif svo löng rannsókn hefði; hvort hún væri hreinlega hugsuð sem kæling? „Eyþór Þorbergsson varasaksóknari sagði við málflutning þegar við létum á það reyna hvort þetta væri löglegt að það ætti ekki að láta blaðamenn komast upp með svona!“ Aðalsteinn sagði ástæðuna meðal annars þá að verið væri að þyrla upp ryki, svo fólk hætti að hugsa um Samherjamál sem stærsta mútumál í Namibíu, og færi að hugsa um byrlunar- og símastuldsmál - sem þetta var aldrei. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í Pallborði Vísis.vísir/vilhelm Þremenningarnir voru þá spurðir hvort ekki væru nein mörk sem blaðamenn gætu farið yfir. Aðalsteinn sagði auðvitað liggja mörk einhvers staðar, hann færi til að mynda ekki að brjótast inn eða stela síma. „Enda hefur enginn gert það. En allt sem skrifað var um skæruliðadeild Samherja bæði á Stundinni og kjarnanum var satt og rétt. Það er gott og vel. Hitt sem lögreglan sýnir fram á í sinni rannsókn er að ekki er hægt að afrita síma með þessum hætti. Rannsakandinn skrifar að Whatsup sé dulkóðað. Áður en við förum að tala um hvað blaðamenn mega geri skulum við ekki gleyma hvað er yfirhöfuð hægt að gera?“ Blaðamenn mega ekki gefa upp sína heimildamenn Þóra nefndi Wintris-málið til dæmis og sagði að ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra færi til lögreglunnar og segði að blaðamenn hefði komist yfir gögn eftir vafasömum leiðum ætti það að koma lögreglunni spánskt fyrir sjónir. „Okkur berast reglulega gögn sem við teljum ekki eiga erindi við almenning, viðkvæm mál og barnaverndarmál, en magnað hversu mikið lögreglan spurði um hvað væri fjallað af fjölmiðlum: „Færðu mikinn tölvupóst?“ Já, ég held að fólk viti hvar mörkin liggja, blaðamenn sem þekkja siðareglurnar.“ Aðalsteinn sagði lykilatriði það að blaðamenn meti á hverjum tíma og daglega hvað eigi erindi við almenning. Pallborðið í heild má finna hér neðar: Flóki sagði þá að fyrir lægi að umfjöllun sem birst hafi verið hafi aðeins birt lítið brot af þeim gögnum sem lágu til grundvallar. „Á blaðamönnum hvílir fortakslaust sú skylda að vernda sína heimildarmenn. Blaðamenn ósköp einfaldlega geta ekki svarað því þegar þeir eru spurðir hver heimildarmaður þeirra sé?“ Spurður um næstu skref sagði Flóki að þeir sem ættu lögvarðra hagsmuna að gæta gæti leitað eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun og ríkissaksóknari taki ákvörðun um það. „Og gefur fyrirmæli um að rannsókn skuli haldið áfram, ef kæra á annað borð berst innan kærufrests. Þá er annað hvort staðfest hvort málinu sé endanlega lokið og ef ekki er það komið á þann stað sem það var.“ Skuldum blaðamönnum og almenningi svör Þóra lýsti yfir nokkru óþoli á þessu máli öllu og hreinlega því að hún nennti ekki að liggja yfir málsgögnum öðrum þræði því þau kæmu sér ekki við. „Og þá öllu sem er rakið í þessum gögnum. Þetta er eitthvað sem er búið til og snertir mig ekki neitt. En það verður að hafa afleiðingar þegar lögreglan gengur fram með þessum hætti og því mikilvægt að vinnubrögð hennar verði rannsökuð. Við skuldum íslenskri blaðamannastétt og almenningi það. Ég legg á það mikla áherslu að þetta hafi afleiðingar, við getum ekki brosað í kampinn og sagt að Íslendingar séu svo sveitó. þetta er alvarlegra en svo.“ Aðalsteinn og Þóra. Þau segja að málinu megi ekki ljúka við svo búið. Þó það hafi reynst þeim erfitt sé það stærra en svo að hægt sé að láta kyrrt liggja.vísir/vilhelm Aðalsteinn sagðist ekki vita hvað væri hægt að gera en hann tæki undir með Þóru, það gengi ekki í lýðræðissamfélagi að lögreglan setji blaðamenn á sakamannabekk fyrir að upplýsa um mikilvæg mál. „Engar efasemdir eru um að fréttirnar hafi átt fullt erindi, miðað við öll viðbrögð. Samherji baðst afsökunar. Við getum ekki leyft lögreglunni að komast upp með þetta alveg eins og lögreglan vildi meina að blaðamenn eigi ekki að komast upp með þetta,“ sagði Aðalsteinn. Greindu persónulega óvild lögreglunnar á blaðamönnum Þau sögðu afstöðu lögreglunnar jaðra við persónulegt hatur á blaðamennsku og blaðamönnum. En það væri ekki gagnkvæm heift og vonandi geti fólk á einhverjum tímapunkti náð áttum. Um var að ræða í grunninn fréttir sem voru skrifaðar sem voru réttar og áttu erindi. „Ég skil að það sé vont ef eitthvað er opinberað sem þú hefur skrifað,“ sagði Þóra. En enginn dragi í efa að þetta hafi átt erindi. Í ljós kom að þessi málatilbúnaður hefur haft talsvert mikil áhrif á þá blaðamenn sem í hlut áttu og þá til hins verra. Aðalsteinn viðurkenndi fúslega að þetta hafi reynst sér erfitt. „Við vorum bara að vinna vinnuna okkar. Engar efnislegar athugasemdir verið gerðar við neitt sem við höfum sagt og skrifað. Umfjöllun um Samherja og hvað sannarlega hefur átt sér stað í þeirra starfsemi.“ Og Aðalsteinn lýsti því að hann hafi þurft að útskýra fyrir börnum sínum hvers vegna einhver kall væri að birtast á YouTube og tala um að hann væri annað hvort illmenni eða illa gefinn. Og fyrir lægi greinargerð saksóknara á Norðurlandi eystra að hann hafi nýtt mér veikindi konu fyrir norðan, nokkuð sem ekki væri einu sinni til rannsóknar. „Þetta er erfið og óþægileg staðreynd að þurfa að hringja í móður sína og segja henni hvað sé í vændum. Ég treysti almennt lögreglunni og þetta kenndi mér er að taka því sem þaðan kemur með miklum efa.“ Fúlir kallar fái útrás með að spúa subbi yfir sig Þóra lýsti því að auðvitað geti fólk misst eldmóðinn eftir 25 ár í faginu. Hún hafi farið yfir þetta með krökkunum sínum en það sé henni ómögulegt að láta þetta liggja þungt á sér, henni finnist þetta svo mikið rugl. „Ef það hefur áhrif á einhvern þá er það sannarlega ekki einhvern sem þekkir mig. En ég hef stundum furðað mig á því hversu mikil illska liggur að baki og ég hef stundum furðað mig á og dáðst að ímyndunaraflinu sem sumir búa yfir. Auðvitað er ömurlegt að vera á sakamannabekk í mörg ár.“ Þóra sagðist kannski ekki hafa verið nógu dugleg að fylgja málinu eftir líkt og Þórður Snær en lögmaður hans sendi reglulega fyrirspurnir norður um hvernig rannsókn málsins liði. Fékk auðvitað engin svör. „Ég hafði ekki orku til að liggja yfir gögnunum. Þetta er ömurlegt, leiðinlegt, það subbast á þig, þú byggir upp orðspor í blaðamennsku í 25 ár og svo koma bara einhverjir fúlir kallar sem eru að fá útrás með því að spúa einhverju subbi yfir mig. Það fer ekkert í gegn, maður hristir þetta af sér en þetta er leiðinlegt að fá þetta yfir sig.“ Þóra sagði þetta vitaskuld hafa áhrif á aðra blaðamenn, þeir hki við að fjalla um viðkvæm mál. Það hafi hún orðið vör við. Flóki var spurður um næstu skref. Og hann sagði ýmsa möguleika í því. „Annars vegar eru undir réttindi sex einstaklinga sem hafa verið sakaðir um refsiverða háttsemi, því er ekki lokið, en ef lyktir verða eins og fyrir liggur eru þær að tilefnislausu. Og þetta er spurning um hvort þeir geti leitað réttindi sem slíkir.“ Tjáningarfrelsi blaðamanna er undir Sjálfur er Flóki lögmaður Blaðamannafélagsins og málið snúist um prinsipp út frá sjónarhorni þess. „Og tjáningarfrelsi stéttarinnar. Þetta er alvarlegt dæmi um mál sem hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir.“ Flóki sagði það gera málið alvarlegt frá sjónarhóli Blaðamannafélagsins. Umræddir blaðamenn sem gerðu akkúrat það sem blaðamenn gerðu og gera á hverjum degi. Og Blaðamannafélagið vilji gjarnan fá úr því skorið hvort svo sé, að bara við að skrifa fréttir sem lögreglan veit ekki hvaðan eru sprottnar, þá geti þeir þar með sjálfir orðið sakborningar. Flóki, lögmaður Blaðamannafélags Íslands, sagði að hvaða blaðamaður sem er hefði getað lent í þessu. Það yrði að fást úr því skorið hvort það væri eðlilegt að blaðamenn gætu lent á sakamannabekk fyrir að sinna sinni vinnu.vísir/vilhelm „Hér eru undir grundvallarreglur og prinsipp sem gilda; að blaðamenn njóti rýmkaðs tjáningarfrelsis sem þessir blaðamenn taka mjög alvarlega. Að upplýsa almenning og segja ekki frá heimildarmönnum sínum.“ Allt þetta er enn á teikniborðinu og ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um hvaða leiðir séu færar. En þetta varðar rétt félagsmanna og málið geti hæglega, með fordæmisgefandi hætti, farið gegn starfsskilyrðum stéttarinnar. Og þau úrræði sem einstaklingar hafa sem hafa verið hafðir fyrir rangri sök. Skelfilegt fordæmi ef málinu lýkur hér Aðalsteinn sagði málið ekki, þegar öllu væri á botninn hvolft, snúast um hversu óþægilegt þetta hafi reynst fyrir þau persónulega. Þetta væri stærra. Nú sé búið að ryðja ákveðna braut. „Ef einhverjum áhrifamanni hefði dottið í hug að þessi leið væri yfirhöfuð fær og nú er búið að sýna að svo sé. Að hafa blaðamenn á sakamannabekk í rúm þrjú ár. Það er búið að höggva duglega í trúverðugleika okkar og það mun ekki endurheimtast af fullu þó fyrir liggi lögreglurannsókn þar sem málið er fellt niður. En ef við látum staðar numið sé komið tilbúið fordæmi fyrir allskonar aðila sem hafa völd, ítök, að fara sömu leið og það má ekki gerast. Þá erum við öll í hættu og það er samfélaginu hættulegt.“ Aðalsteinn sagði alla lýðræðislega umræða grundvallast á því að við höfum aðgengi að upplýsingum og þær höfum við í gegnum fjölmiðla. Ríkisstjórnir hafa fallið, tvær á síðustu árum, eftir upplýsingar sem birtust í fjölmiðlum. Ef við hefðum þurft að stoppa þá, er líklegt að einhver bregðist við með þeim hætti að gera okkur að glæpamönnum. Það er mjög vont fyrir samfélagið. Þóra bætti því við að þetta ýtti undir sjálfsritskoðun hjá ekki bara blaðamönnum heldur fréttastjórum og ritstjórum. Þetta væri því grafalvarlegt mál.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögmennska Lögreglan Byrlunar- og símastuldarmálið Pallborðið Akureyri Sjávarútvegur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira