Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 17:43 Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira