Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik en þar voru það heimakonur sem voru hænuskrefi á undan og leiddu með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 50-47.
Í síðari hálfleik hrökk hins vegar varnarleikur gestanna í gang án þess að hafa áhrif á sóknarleikinn, fór það svo að Hamar/Þór vann góðan tólf stiga sigur.
Barbara Ola Zienieweska var stigahæst hjá Aþenu með 28 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jade Edwards kom þar á eftir með 14 stig.

Í sigurliðinu var Abby Claire Beeman óstöðvandi með 44 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar.

Þar á eftir kom Teresa Sonia Da Silva með 14 stig. Hana Ivanusa skoraði 11 stig og tók 8 fráköst á meðan Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Sigur Hamar/Þórs þýðir að nýliðarnir frá Suðurlandi nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Bónus-deildinni á meðan Aþena hefur unnið aðeins einn.