Innherji

Til­trú fjár­festa mun aukast þegar það fæst betri inn­sýn í sölu­tekjur Al­vot­ech

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, en samkvæmt nýrri greiningu Barclays helst verðmatsgengi félagsins óbreytt.
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, en samkvæmt nýrri greiningu Barclays helst verðmatsgengi félagsins óbreytt.

Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum.


Tengdar fréttir

Er­lendur sjóður fjár­festi í Al­vot­ech fyrir meira en tvo milljarða

Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.

Gengi bréfa Al­vot­ech rýkur upp með inn­komu er­lendra sjóða­stýringar­risa

Nokkrir stórir erlendir hlutabréfasjóðir bættust nýir inn í hluthafahóp Alvotech á öðrum fjórðungi eftir að hafa staðið að kaupum á bréfum á markaði í Bandaríkjunum fyrir samanlagt jafnvirði marga milljarða króna. Skortur á fjárfestingu frá erlendum sjóðum hefur haft neikvæð áhrif á gengisþróun Alvotech að undanförnu en hlutabréfaverð félagsins rauk upp í Kauphöllinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×