Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2024 16:23 Tómas A. Tómasson á nóg inni og er að lifa æskudrauminn. vísir/vilhelm Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. „Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Þetta er búinn að vera draumurinn í þrjátíu, fjörutíu ár. Loksins er ég hér og ég ætla ekkert að hætta strax,“ segir Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á búllunni, þingmaður Flokks fólksins um ákvörðun hans að halda áfram á þingi. Áttu mikið inni? „Ég er 75 ára og á eftir að minnsta kosti svona tíu ár þannig ég ætla að láta reyna á þetta.“ Þegar undirritaður fréttamaður áréttar að spurt hafi verið um hvort hann telji sig eiga mikið inni málefnalega séð í þinginu og hvort hann sé með mörg mál sem hafi hingað til ekki komist á dagskrá svarar hann því til að mál Flokks fólksins séu fæði, klæði, húsnæði. Það er númer eitt tvö og þrjú. „Og heilbrigðismálin, fíkniefnavandinn. Það er endalaust hægt að bæta við. Við erum til í slaginn.“ Eftir nokkra íhugun segist hann stoltastur af stefnuræðu flokksins sem haldin var í byrjun þings. „Hún kom mjög vel út að mínum dómi og ég held að ég geti farið sáttur frá borði þar.“ „Þetta er lífið“ Aðspurður hvort hann sækist eftir sæti framarlega á lista segir hann enn verið að stilla upp á lista flokksins. Hann ætli að sjá hvað gerist og er til í baráttuna sem framundan er. „Að sjálfsögðu. Þetta er gaman, þetta er lífið. Það er sagt einhvers staðar að það er ekkert sem er þess virði í þessum heimi sem er auðvelt. Þeim mun erfiðara því betra og því ríkulegri eru ávextirnir. 46 ára gamall draumur Hann segist dreyma um að komast í ríkisstjórn. „Að sjálfsögðu. Það er búinn að vera draumur minn alveg frá því að ég var í námi í Ameríku árið 1978. Þá fékk ég þessa flugu í höfuðið og ég er búinn að bíða spenntur eftir því að geta tekið þátt í stjórnmálastarfinu á Íslandi síðan.“ Vill verða forseti Alþingis Draumurinn væri ríkisstjórn skipuð Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins. Og þú yrðir hvaða ráðherra? „Fyrir utan forsætisráðherra? Ég myndi ímynda mér að ég yrði ekki ráðherra. Ég yrði hugsanlega forseti Alþingis. Aldursforseti á að vera forseti Alþingis.“ Tók tíma að taka fréttir ekki inn á sig Fjallað hefur verið um fegrunarblunda sem Tommi hefur tekið í þingsal. Hann segir að til að byrja með hafi hann tekið svona fréttir inn á sig. „Til að byrja með lét ég þetta fara pínu í taugarnar á mér en þegar ég hugsa til baka þá skiptir þetta engu máli. Þeir sem tala um það eru einhverjir sem vilja vera meinfyndnir og maður verður að taka því. Ef þú horfir yfir völlinn núna þá eru allir þingmenn að fá eitthvað framan í sig, það er allt tínt til. Það verður bara að hafa það, þetta er partur af leikreglunum.“ Það hafi þó tekið tíma að læra að taka umtal ekki inn á sig. „Já raunverulega, eftir að hafa verið í þessari stöðu sem ég er búinn að vera í mörg ár... með hamborgarana, Hard Rock og Hótel borg sem allt var voðalega næs og gaman, þá allt í einu fer maður inn á vettvang þar sem fólk er meira gagnrýnið á það sem þú gerir. Þá tekur pínu tíma að átta sig á því að maður verður að hafa harðan skráp.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent