„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2024 19:57 Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen hafa báðir glímt við fíknivanda. Vísir/Einar Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir. Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir.
Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira