Ægir: Hinn klassíski liðssigur Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 21:18 Ægir Þór leiddi sína menn í gegnum ÍR verkefnið eins og herforingi. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. „Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“ Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
„Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“
Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31