Þiggja milljónir í húsnæðisstyrk þótt þau búi nálægt Alþingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:08 Þórdís Kolbrún, Sigmundur Davíð og Jakob Frímann búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa öll gert í lengri tíma. Þau þiggja öll lögbundnar greiðslur ætlaðar landsbyggðarþingmönnum sem þurfa að sækja þing í Reykjavík. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur búið í Breiðholtinu í Reykjavík til lengri tíma en boðið sig fram sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Greiðslurnar komust í fréttirnar árið 2018 eftir að Sigmundur hafði látið þau orð falla að hann þæði ekki slíkar greiðslur. Stundin, nú Heimildin, fjallaði um málið á sínum tíma. Listinn yfir landsbyggðarkjörna þingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu en þiggja greiðslurnar engu að síður er lengri. Má þar nefna Áshildi Lóu Þórsdóttur í Suðurkjördæmi, Eyjólf Ármannsson í Norðvesturkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, fyrrverandi miðborgarstjóra Reykjavíkur en þingmann Norðausturkjördæmis, en þau eru öll úr Flokki fólksins. Þá er Bergþór Ólason úr Miðflokknum þingmaður í Norðvesturkjördæmi en búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skattfrjálsar greiðslur samkvæmt lögum Á vef Alþingis stendur svo um húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur þingmanna: „Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins.“ Greiðslurnar eru skattfrjálsar. Þórdís Kolbrún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árinu 2016, en hún er fædd og uppalin á Akranesi. Hún hefur nú söðlað um og býður fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi, þar sem hún sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Þórdís hafa búið í Suðvesturkjördæmi í áratug. „Við hjónin ölum upp börnin okkar hér í Kópavogi þar sem þau ganga í skóla, stunda íþróttir og eiga sína vini. Hér líður okkur fjölskyldunni vel, í þessu frábæra bæjarfélagi.“ Nái Þórdís Kolbrún kjöri í Suðvesturkjördæmi er ljóst að húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur til hennar munu heyra sögunni til. Dæmi um þingmann sem myndi fá slíkar greiðslur væri Halla Hrund Logadóttir, nýr oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sem er búsett í Reykjavík og hefur verið til lengri tíma. Sá listi er langt í frá tæmandi. Á vef Alþingis segir enn frekar um greiðslurnar: „Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag.“ Sérreglur séu þó í gildi um greiðslur til þingmanna sem búa utan höfuðborgarsvæðis en aki daglega milli Alþingis og heimilis. Líklegt er að þeir sem nýti sér þetta úrræði búi til dæmis á Akranesi, en fjölmargir sækja þaðan vinnu til Reykjavíkur daglega. Sumir segja að um eitt stóratvinnusvæði sé að ræða. Þórdís, Jakob Frímann, Sigmundur Davíð og fleiri ofantaldir þingmenn sem þiggja greiðslurnar hafa ekki rekið annað heimili í kjördæmum sínum. Gerðu þau það ættu þeir rétt á álagi ofan á greiðslurnar sem þau þiggja nú þegar. Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur eru dæmi um lögbundnar greiðslur til landsbyggðarkjörinna þingmanna. Fjölmargir landsbyggðarþingmenn fá greiddar háar upphæðir í ferðakostnað og þar fram eftir götunum. Hér getur fólk kynnt sér fleiri greiðslur sem þingmenn þiggja. Fréttin hefur verið uppfærð með fleiri dæmum af þingmönnum sem þiggja greiðslurnar.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira