Innlent

Tveir á slysa­deild í kjöl­far bruna á Stuðlum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Meðferðarheimilið Stuðlar er í Grafarvorgi.
Meðferðarheimilið Stuðlar er í Grafarvorgi. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu.

Hann segist ekki hafa upplýsingar um það hvort hægt sé að vera í húsinu en að það sé enn unnið á vettvangi. Ekkert er enn vitað um upptök eldsins en málið fer í hefðbundna lögreglurannsókn að lokinni vinnu slökkviliðs.

Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan sjö. Fyrst var greint frá á vef mbl.is.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“

Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára.

Sendur í leyfi

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla hefur verið sendur í ótímabundið leyfi frá störfum sínum á meðferðarheimilinu. Úlfur tjáði sig opinskátt um alvarlega stöðu sem uppi væri á Stuðlum í fréttaskýringarþættinum Kveik í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×