Sport

Ís­lenskur öku­maður fagnaði sigri í Le Mans keppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auðunn Guðmundsson og bílinn hans. Hann átti frábæran dag.
Auðunn Guðmundsson og bílinn hans. Hann átti frábæran dag. @lemanscup

Íslenski ökumaðurinn Auðunn Guðmundsson fagnaði sigri í Le Mans aksturskeppninni í dag, sem heitir á ensku 2024 Michelin Le Mans Cup.

Auðunn keyrir fyrir liðið Team Thor eða lið Þórs. Hann keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður eða íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni.

Þetta var líka lokakeppni tímabilsins og fór hún fram í Portimao í Portúgal.

Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við.

Þetta var sjötta keppnin á tímabilinu en einnig hefur verið keppt á Spáni, í Frakklandi, í Belgíu og á Ítalíu.

Auðunn hafði best náð fimmta sætinu á þessu tímabili og var fyrir keppnina í dag í sjöunda sæti í keppni ökumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×