„Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Lovísa Arnardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 14:51 Snorri Másson stefnir á fyrsta sætið hjá Miðflokknum og á þing. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. „Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“ Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
„Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“
Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58
„Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02
Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent