Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 11:41 Sigríður Andersen segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Sjá meira
Hún segir að þegar falast var eftir því í upphafi þessarar viku að hún hugleiddi þann möguleika að leiða lista Miðflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu hafi henni ekki fundist annað hægt en að gera það. „Og komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilefni til þess að reyna að vinna þessum sjónarmiðum frekara fylgis og þá væri Miðflokkurinn heppilegur vettvangur eins og staðan er í dag,“ segir Sigríður á Sprengisandi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sú breiðfylking sem hann var Sigríður sagði að auðvitað hafi mikið þurft að koma til þess að hún kvaddi Sjálfstæðisflokkinn en hún hefur verið þátttakandi í starfi hans frá fimmtán ára aldri. Hún segist enn hafa sterkan áhuga á flokknum en að hann sé ekki sú breiðfylking sem hann var áður. „Mér finnst auðvitað mikilvægt að sjónarmið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni og hefur alltaf haft fái aukið vægi. Við sjáum það hins vegra í dag að það hefur ekki verið þannig af hálfu Sjálfstæðisflokksins og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ Hún segir að hafi menn þörf fyrir hópefli og múgsefjun sé heppilegra að ganga í íþróttafélög. Það sé ekki viðeigandi á vettvangi stjórmálanna. Ekki í neinu „beef-i“ við Sjálfstæðismenn Sigríður segist ekki líta svo á að það væru einhverjir ákveðnir málaflokkar eða stefnur Sjálfstæðisflokksins sem hefðu leitt til þess að hún sneri baki við honum. „Ég er frekar að líta á þetta sem tækifæri til að fjölga málsvörum tiltekinna sjónarmiða á þinginu. Sjónarmiða sem hafa komið fram hjá Miðflokknum að mínu mati með hvað skýrustum hætti að minnsta kosti á þessu kjörtímabili,“ segir hún. „Ég er ekki í neinu beef-i við Sjálfstæðisflokkinn. Ég óska honum og félögum mínum þar alls hins besta. Mér finnst það mikilvægt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé öflugur og að fólkið í honum hafi sjálfstraust til þess að tala fyrir málum sem brenna á þeim í samræmi við stefnu sjálfstæðisflokksins en líka hrinda í framkvæmd málum sem þau segjast brenna fyrir. Það hefur kannski verði lítið um það núna og menn hafa kannski skýlt sér á bakvið ríkisstjórnarsamstarfið við VG,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sprengisandur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Sjá meira