„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:27 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu Bjarnadóttur í Elliðaárdalnum í dag. Vísir „Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Brynju Völu eftir að Andri var lagður af stað í sinn 49. hring, og hafði því klárað 322 kílómetra, nú í hádeginu. Hún hefur staðið þétt við bakið á sínum manni og veit í raun ekkert um hve lengi hann mun geta haldið áfram, en keppnin hófst í hádeginu á laugardag. „Ég segi bara fínt. Geðheilsan er ágæt. Það er svona verst við þetta að maður veit einhvern veginn ekkert við hverju maður býst þegar hann kemur til baka úr hverjum hring. Það getur svo margt gerst og þarf lítið til að allt „spírali“,“ segir Brynja Vala en viðtal við hana má sjá hér að neðan. Brynja segir að það hafi sína kosti og galla að vera maka sínum til aðstoðar í svona keppni – keppni sem sé í raun mjög óheilbrigð. „Þetta hefur alveg sína kosti og galla. Ég þekki hann mjög vel og get lesið hann betur en margir aðrir. Sérstaklega ef hann er orðinn þreyttur og nennir ekki að tjá sig. En auðvitað, þegar hann nálgast ákveðnar grensur, þá er mér ekkert alveg sama þegar hann leggur svo af stað. Orðið illt og orðinn slappur,“ segir Brynja. Hún tekur undir að það sé krefjandi að finna jafnvægi á milli þess að hvetja Andra áfram þegar hlaupið sé farið að taka verulegan toll af honum, á sama tíma og hún vilji maka sínum auðvitað allt hið besta: „Við erum í upphafi búin að setja ákveðnar línur um hvenær við segjum stopp. Þetta er asnalegt sport í grunninn, því þetta er mjög óheilbrigt. En hann er búinn að plana nákvæmlega hvað hann þarf að borða, drekka og fá af söltum. Við erum bara með þetta í Excel. Maður veit því hvernig jafnvægið er hjá honum og getur séð hvað er í gangi. En ef það eru einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé að breytast varðandi hjarta eða lungu þá er bara hreint stopp. Það er allt í lagi að hann sé með einhverja blöðru eða slíkt. Hann getur hamast á því. En annars segjum við stopp,“ segir Brynja en viðtalið við hana má sjá í heild hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira