Vill Sólveigu á lista Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 21:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður segir að listar flokksins verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Vísir/Sigurjón Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira