Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2024 16:28 Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu verðlaununum viðtöku úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira